Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 207
BLIK
205
Þeir sem í L. V. voru á þessum
tíma, þóttust sjá þarna hilla undir
batnandi tíma fyrir starfsemi þess og
voru mjög vonglaðir. Vonir stóðu til,
að hið nýstofnaða hlutafélag hefði
gott leiksvið í húsinu nýja, sein
efldi mjög menningarstarfsemi Leik-
félagsins á næstu áratugum. Gúttó
hafði alltaf verið lítið og óhentugt
fyrir sjónleiki, sem margoft hefir
komið fram hér í pistlum þesssum,
svo það var engin furða, þótt leik-
félagsmenn og -konur litu björtum
augum til framtíðarinnar, ekki sízt.
er það heyrðist, að stórt og vel gert
leiksvið með tilheyrandi ætti að vera
í hinu nýja húsi, sem reisa skyldi á
Mylnuhólnum gamla.
Þetta voru gleðitíðindi fyrir L. V.
og ekkert við því að gera, þótt hætt
yrði við alla starfsemi í bili, — starf-
semi sem ákveðin hafði verið þá um
haustið. Ekkert hús var með leik-
sviði, svo að ekkert var annað að
gera en bíða rólegur eftir hinu nýja
húsi. Árið 1936 var Gúttó rifið til
grunna. Það var eitt elzta, og um
mörg ár aðalleikhús Eyjanna. Saga
þess verður ekki sögð hér. Þó er það
mikil saga og merkileg, sem ég hef
hér að framan lítillega drepið á.
Húsið hefir verið um 50 ára gam-
alt, elzti hluti þess. Það hafði verið
félagsheimili góðtemplara frá fyrstu
tíð, fundarsalur, skemmtisalur, dans-
hús og síðast en ekki sízt aðal leik-
hús Eyjanna allt frá því skömmu eft-
ir aldamótin. Þar hefir margur stigið
sitt fyrsta dansspor, lifað einstæðar
stundir unaðar og skemmtunar. Þar
hefir mörg veizlan verið haldin, fé-
lagsfundir, héraðsfundir, brúðkaups-
veizlur, úteyjahóf, grímudansleikir
og íþróttasýningar. I Gúttó hafa
nokkrar manneskjur kvatt þennan
heim, því að þar var sjúkrastofa
taugaveikissjúklinga um tíma. Þar
bjuggu fjölskyldur um tíma. Þar bjó
t. d. Gísli Lárusson, meðan hann
byggði Stakkagerði. Þá bjó þar og
Vigfús Jónsson, Holti, með fjöl-
skyldu sína, er hús hans Holt brann
til mikilla skemmda. Þar fæddist
þeim hjónum eitt barn. Já, það
hefir margt skeð í Gúttó. Þar var
fyrsta kvikmyndin sýnd 1911/12 og
þar hafa markskonar skólanámskeið
verið haldin.
En sem sagt: Nú voru dagar
Gúttó taldir. Það hafði orðið að
samkomulagi milli templara og
Sjálfstæðisflokksins, að Gúttó skyldi
rýma fyrir nýju og glæsilegu sam-
komuhúsi. Þar skyldu templarar fá
sinn eigin fundarsal, geymslur fyrir
fundaáhöld ásamt fleirum hlunnind-
um Reglunni til heilla. Húsið reis
örfljótt á grunni Gúttós og um-
hverfi hans, stórt og gíæsilegt hús,
stærsta samkomuhús utan Reykja-
víkur. Aðeins Þjóðleikhúsið var
stærra. I húsi Eyjamanna var stór
salur niðri, sem rúmar yfir 300
manns í sæti. I norðurenda voru
stórar svalir með sætum fyrir 250
manns, en í suðurenda salsins var
stórt og mikið leiksvið og undir því
geymsluherbergi og búningsklefar
leikfólks ásamt snyrtiherbergjum.
Lýsing hússins var mikil og mjög