Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 146
144
BLIK
um hafði þá, voru engin tök á því.
Hjónin afréðu því, að frúin flytti til
Reykjavíkur sumarið 1890, tæki þar
leigða íbúð, byggi þar næsta vetur
með drengjunum þeirra og annaðist
þá, meðan þeir gengju í skóla í
höfuðstaðnum, elzti sonurinn, Sop-
hus, í Latínuskólann (nú Mennta-
skólinn) og hinir drengirnir í barna-
skóla Reykjavíkur, þeir sem til þess
hefðu aldur. Frúin var sjálf kennara-
skólagengin og var því vel vaxin því
að hjálpa sonum sínum við námið.
Um miðjan ágúst 1890 fluttist
síðan frú Aaagaard til Reykjavíkur
með drengina þeirra fjóra, Sophus
14 ára, Gunnar 12 ára, Ottó 9 ára
og Kjartan 6 ára. Þau fengu inni
hjá Birni múrara, sem bjó á horni
Skólavörðustígs og Bankastrætis.
Aagaard sýslumaður keypti sér fæði
og þjónustu hjá hjónunum á Vestri-
Löndum, Sigfúsi og Jónínu, veturinn
þennan, sem frúin bjó í Reykjavík
með drengjunum þeirra. Sýslu-
mannshjónin og hjónin á Vestri-
Löndum voru mikið vinafólk.
Aagaard sýslumaður hafði sótt
um betur launað sýslumannsem-
bætti, en ekki fengið áheyrn ennþá.
Þó hafði hann von.
Þegar nú danska dómsmálaráðu-
neytið frétti það, að sýslumannshjón-
in í Vestmannaeyjum hefðu unnið
til „að skilja" til þess að geta veitt
sonum sínum æskilega skólagöngu
eða menntun, snart það valdhafana
dönsku. Hér var það þó landsmað-
ur þeirra, sem átti hlut að máli! —
Og Aagaard sýslumanni buðust tvær
stöður, sem hann gat valið um. Onn-
ur var sýslumannsstaðan í Arnes-
sýslu. Sú staða var mun betur laun-
uð en sýslumannsstaðan í Vest-
mannaeyjum. Hin staðan var birki-
dómaraembættið á Fanö í Dan-
mörku. Það embætti kaus hann sér
fremur en Arnessýsluna, því að
bæði hjónin þráðu að setjast að á
ættlandi sínu. Hinn 14. jan. 1891
var M. M. L. Aagard sýslumaður
skipaður birkidómari í Fanö.
Hinn 14. maí 1891 sigldi Aig-
aards-fjölskyldan frá Reykjavík með
eimskipinu Lauru á leið til Kaup-
mannahafnar.
Eitt örnefni í Eyjum er kennt við
sýslumanninn M. M. L. Aagaard.
Það er Sýslumannskór framan í
Hánni norðan við Hástein. Sagan
segir, að sýslumaður og þau hjónin
hafi á stundum í blíðskaparveðri haff
yndi af að ganga vestur að bergopi
þessu, sitja þar og virða fyrir ser
fegurðina til austurs, Heimaklett,
Bjarnarey, Höfnina og austurhluta
Heimaeyjar, — Helgafell í suðaustri
og svo hina heillandi landsýn til
norðurs.
Um 1890 rak hér hval á fjörur
Eyjabúa. Þá hélt sýslumaður upp-
boð á hvalkjöti og margir buðu í.
Gunna Pála (Guðrún Pálsdóttir
yngri) var stödd á uppboði þessu.
Hún var jafnan kerskin og kvað
stundum vísur, sem særðu og egndu
til reiði.
Ekki veit ég, hvernig Aagaard