Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 241
BLIK
239
góð skil, þó að margir leikendanna
væru byrjendur á leiksviði.
Persónur og hlutverkaskipting var
þannig:
Ruby Birtle: Helga Hjálmars-
dóttir Eiríkssonar
Gerald Forbes: Jón Pétursson
bifr.stj.
Nancy Holmes: Sigurbjörg Sig-
urðardóttir, Boðaslóð 2
Joseph Helliwell: Olafur Gránz,
Jómsborg
Maria Helliwell: Jónheiður
Scheving, Hjalla
Albert Parker: Stefán Arnason,
yfirlögregluþjónn
Annie Parker: Dóra Ulfarsdóttir,
Hásteinsvegi
Herbert Soppit: Valdimar Ást-
geirsson, Bræðraborg
Clara Soppit: Nikólína Jónsdótt-
ir, Hásteinsvegi 4
Frú Northrop: Kristín Þórðar-
dóttir, Borg
Fred Dyson: Svanur Kristjánsson,
verzlunarmaður
Henry Ormonroyd: Árni Árna-
son, Ásgarði
Lotty Grade: Bára Þórðardóttir,
starfsstúlka í Sjúkrahúsinu
Séra Clement Mercer: Haraldur
Eiríksson, rafvirkjameistari
Borgarstjórinn: Ingólfur Theo-
dórsson
Blaðamaður: Þórarinn Guð-
mundsson, Ásgarði
Ur blaðadómum:
„Víðir" — 19. apríl 1947: —
U V. hefir nú sýnt sjónleikinn
„Gift eða ógift" við ágæta aðsókn.
Varla er hægt að segja, að mikið efni
sé í leikritinu enda mun meiningin
fyrst og fremst vera sú, að leikurinn
eigi að skemmta fólki. Það tókst líka
mjög sómasamlega og skiluðu allir
leikendur hlutverkum sínum vel og
ágætlega.
Þau Olafur Gránz, Valdimar Ást-
geirsson og Stefán Árnason, Jón-
heiður Scheving, Nikólína Jónsdótt-
ir og Dóra Ulfarsdóttir léku gifta
fólkið, og gerðu það prýðilega vel.
Olafur Gránz hefir fram að þessu
farið með smá hlutverk hjá Leikfé-
laginu en lék nú eitt af aðalhlutverk-
um í leikriti þessu og er sýnilegt, að
hann er í mikilli framför. Um kon-
ur eiginmannanna er það eitt að
segja, að þær sómdu sér vel í stöð-
um sínum, sem eiginkonur, eins og
reyndar var fyrirfram vitað. Frú
Kristín Þórðardóttir hafði leikstjórn-
ina með höndum og skilaði sínu
hlutverki, Frú Northrop, prýðilega.
Árni Árnason fór vel með sitt
hlutverk og mjög eðlilega sýndi
hann drykkjumanninn Ormonroyd.
Kunnátta hans var prýðileg og
furða, að hægt skuli að þylja stanz-
laust slíkan orðaflaum. Bára Þórð-
ardóttir lék einnig ágætlega gleði-
stúlkuna Lotty á móti Ormonroyd.
Þá lék Helga Hjálmarsdóttir vinnu-
konuna sérlega vel.
Leikfélagið ætti að ráðast í að
sýna stærra og efnismeira leikrit. Til
þess eru nægir leikkraftar. Hvað
segja menn t. d. um gamla Skugga-
Sveinn eða þá Skálholt?"