Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 65
BLIK
63
Organistinn birti þetta bréf í 7
dálka grein, er hann skrifaði um
þetta mál í bæjarblaðið Víði 9. maí
1941. Greinina nefnir hann „Arásin
á söngflokkinn og organleikarann,
er hættu störfum”.
Formaður sóknarnefndarinnar,
Steingrímur Ben'ediktsson, svaraði
organistanum með grein í sama blaði
23. maí og 30. maí s. á. og nefnir
greinar sínar: „Arásin, sem aldrei
var gerð. Svar til Brynj. Sigfússonar”.
Og blaðaskrifin halda áfram. í
Víði 13. júní s. á. skrifar organistinn
fjögurra dálka grein og svarar for-
manni sóknarnefndarinnar.
Eg nefni hér dagsetningu blað-
anna, sem greinar þessar birtast í,
ef lesendur mínir hefðu hug á að
kynnast þessu dæmalausa máli betur.
Organistalaun Brynj. Sigfússonar
voru frá fyrstu tíð sem hér segir:
Fyrstu árin kr. 75,00 árslaun. Síð-
an hækkuðu launin í kr. 200,00. Svo
voru þau til 1916. Árin 1917 —
1918 námu þau kr. 250,00 hvort ár.
Árin 1919—1920 voru honum
greiddar kr. 300,00 hvort ár. 1921
~1924 kr. 800,00 og 1925 — 1940
kr. 1000,00.
Brynjólfur Sigfússon spilaði síð-
ast í Landakirkju á föstudaginn
langa 11. apríl 1941. Þar með var
36i/2
árs starfi lokið fyrir hinn
kristna söfnuð í Vestmannaeyjum.
Starfið var organistanum vissulega
hugsjón, sem hann framdi ávallt öll
þessi ár af stakri samvizkusemi, á-
huga og fórnfýsi. Þá eiginleika hafði
hann erft í ríkum mæli af feðrum
sínum. Það voru ríkustu eigindin
þeirra ættlið fram af ættlið, eins og
þessi fátæklegu orð mín um þá eiga
að gefa nokkra hugmynd um. Þegar
Brynjólfur Sigfússon neyddist til að
hætta störfum í þágu Landakirkju,
höfðu þessir fjórir ættliðir, — hann,
faðir hans, afi og langafi, — verið
hinir veigamiklu og ósérhTífnu
starfskraftar hins þjóðkirkjulega
safnaðar í Vestmannaeyjum í 150
ár eða hálfa aðra old.
Organistinn hefur lokið við að
spila útgöngusálminn á föstudaginn
langa 11. apríl 1941 og kirkjugestir
flykkjast út úr kirkjunni. Organist-
inn situr áfram við orgelið, og
nokkrir vinir hans og samstarfsmenn
eru þar hjá honum.
Þögn, — hugsandi þögn. Hlýtt er
þunnu hljóði. Starfsárin hér eru
mörg að baki. Og svo þessi endir á
löngum starfsdegi! — Tár sjást skína
á augnakvörmum organistans. Það
glampar á þau við skinið frá orgel-
kertunum. — Þögn, samúðarþrungin
þögn. „Svona er lífið”, segir hann.
„Svona eru mennirnir”, segir hann,
„líka þeir, sem..Svo rís organist-
inn úr sæti sínu, tekur saman bækur
sínar og önnur gögn og gengur fram.
Samúð vinanna varnaði þeim máls.
— Allir ganga þeir út úr guðshúsi
þegjandi og hugsandi. — Svo kveðj-
ast þeir, og þessu innilega samstarfi
fyrir kristinn söfnuð er lokið.
Við organistastarfinu í Landa-
kirkju tók nú Helgi Þorláksson,
kennari við barnaskóla kaupstaðar-
ins. Starfið innti hann af hendi í