Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 173
BLIK
171
Þótt ég láti buna blóð
bitur harma skeyti,
aldrei samt ég missi móð
minn að öllu leyti.
Fyrirgefðu veikan vin
vísnasmíðið stirða.
OIl mín veiztu álögin
og þau kannt að virða.
Hugann ekkert hefur fest,
heim á klakann fer ’ann.
Þangað klárinn þráir mest
þrátt sem kvalinn er hann.
Isafoldar er ég barn,
og það vil ég sýna.
Skrifa þú á hennar hjarn
hjartans kveðju mína.
MINNI FÆREYINGA
Eg fór að skoða Færeyjar
og fólkið hjartaprúða,
á meðan kaldur vetur var
að velkja jarðarskrúða.
En landsins tign er ætíð eins,
og andleg þjóðarblómin
sig skrýða gulli’ í skauti steins,
þó skyggist sólarljóminn.
Það andans gull er orðið reynt
í eldi mannraunanna;
að það sé bæði bjart og hreint,
hin beztu vitni sanna.
Þar skyggði fagra frelsissól,
þó fögnuðu ekki blómin.
Og bak við okurs blakkan pól
enn blossar sigurljóminn.
Það barið var í börnin smá
að buldra dönskuþvaður,
°g klerkur guði kynnti frá
sem Kaupinhafnarmaður.
bau héldu mál sitt helgidóm
°g heiðursöld því spáðu.
þau geymdu orð í góðum hljóm
°8 guð sinn með þeim báðu.
Þar hetjuæð rann í höldasveit,
sem hermir sagnaletur;
hún streymir enn svo sterk og heit,
að steinninn viknað getur.
Því lifir þrek og lifir mál
og lifir hetjuandi,
að viljans ekki stökkt er stál
og sterkt í félagsbandi.
Hinn 28. febr. 1896 lézt Valborg
Jónsdóttir, systurdóttir Jónasar Þor-
steinssonar, þá 19 ára gömúl. Hún
var dóttir hins góðkunna manns á
Nesi í Norðfirði, Jóns DaVíðssonar
frá Grænanési, og konu hans Guð-
rúnar Þorsteinsdóttur systur Jónasar
skálds. Guðrún 'hafði legið 'í rúminu
í 12 ár 'í sinnisveiki, er dauða dóttur-
innar bar að höndum.
Þegar Jónas skáld frétti andlát
systurdóttur sinnar, kvað hann:
Lifna blóm og líða böl,
ljósið dagsins eygja,
fljótt svo enda feigðardvöl,
fölna, hníga og deyja.
Svo gefur skáldið sér stund til að
hugleiða kynni sín af þessari ungu
frænku sinni, — sálarlífið, mann-
gerðina. Sálin hennar var sumarrós,
sem þoldi ekki vetrarhregg jarð-
neska lífsins, -— laukur ættar sinnar
og líknarhönd sjúkrar móður.
Skáldið kveður í nafni móðurinn-
ar:
Horfin er úr haga rós,
hel á köldu grúfir beði;
henni veittist himnesk gleði,
því hún æðra þráði ljós.
Blómgast hún í betri heim,
þar sem dýrðarljósin ljóma
lífsins yfir fögrum blóma,
sorgum fjær í sælugeim.