Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 122
Þorsteinn Þ. Víglundsson:
Hákarlaveiðar í Vestmannaeyjum
„Hákarlatúrar" hétu veiðiferðir
þessar í daglegu tali í Vestmannaeyj-
um, þegar farið var í hákarlalegur.
Þær voru mikið stundaðar á opn-
um skipum á tímabilinu 1860—
1890. Um 1860 tregaðist mjög fisk-
afli við Eyjar. Þá tóku útgerðarmenn
og formenn að stunda hákarlaveiðar,
því að þær voru ábótasamari. Þegar
á leið, gáfu þær mikið í aðra hönd,
sérstaklega á Norðurlandi, því að
verðið þar nam 50—60 krónum
fyrir hverja lifrartunnu og stundum
allt að 70 krónum (Þ. Th.), en var
jafnan mun lægra á Suðurlandi, sér-
staklega í Vestmannaeyjum.
Hákarlalifrin féll hinsvegar mjög
í verði, þegar leið nær aldamótun-
um. T. d. voru aðeins greiddar 24
krónur fyrir hverja lifrartunnu á
Norðurlandi árið 1896 (Þ. Th.). Eft-
ir lifrinni úr hákarlinum var næstum
eingöngu sótzt, — ekki hákarlinum
sjálfum.
Þegar lifrin féll svo mjög í verði,
urðu sjómenn tregari til að leggja
á sig allt það erfiði, þær vökur og þá
vosbúð, — og hættur, sem var sam-
fara hákarlaveiðum.
En karlmannlegt þótti það alltaf
að fara „til hákarla" eða koma úr
„hákarlatúr".
Þegar hákarlinn var vel við, voru
hin veðurbitnu andlit sjómannanna
glaðleg, þegar lent var og lifrinni
skipað á land. Gleðin ljómaði á sót-
ugum og saltstokknum ásjónunum,
svo að lengi sat snáðanum í minni,
sem snuðraði þar um klappir og
fjörur, meðan lifrinni var skipað
upp og hún borin í trémálum á
kaðalbörum til Brydebúðar, — Aust-
urbúðarinnar, sem keypti lifrina og
lét bræða hana í risastórum pottum.
Sótugum ásjónum, sagði ég.
Hversvegna svo?
Jú, milli hákarlavertíða voru
skinnstakkarnir látnir hanga uppi í
eldhúsum, væru ekki stundaðar
þorskveiðar á milli „túra". I eldhús-
unum urðu stakkarnir sótugir, þó
að þeir héldust þar mjúkir og möl-
urinn grandaði þeim ekki. Þegar svo
farið var i þá, urðu andlit sjómann-
anna sótug. Sótið var ótrúlega „líf-
seigt" í stökkunum. Eftir ágjöf urðu
svo andlitin sjóstokkin, og þannig
börkuð af sóti og salti saman blönd-
uðu.
I þessum andlitum og rauðþrútnu
augum af vökum og seltu skein sig-
urgleðin og batavonin, þegar vel afl-
aðist af hákarlinum eða „Havkalve",
eins og búðarþjónarnir hjá Bryde