Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 60
58
BLIK
ar félagsins endurskoðaðir, 'k'osin
stjórn, varastjórn, endurskoðendur
og varaendurskoðendur. Formann,
varaformann, meðstjórnendur og
varameðstjórnendur ber að kjósa
sinn í hvoru lagi leynilegri kosningu.
Kosning formanns skal því aðeins
teljast gild, að hann hljóti meiri
hluta atkvæða fundarins. Aðalfund-
ur er lögmætur, þegar tveir þriðju
hlutar félagsmanna eru mættir, og
ræður afl atkvæða úrslitum. Verði
fundur ekki lögmætur, skal stjórnin
boða til fundar á ný. Skal sá fundur
teljast lögmætur, hversu fáir sem
mæta, enda skal þess getið í síðara
fundarboðinu.
Stjórnin skal boða til aðalfundar
skriflega með viku fyrirvara.
10. gr.
Aukafundi skal halda, þá er stjórnin
telur þess þörf eða ef einn þriðji
hluti félagsmanna óskar þess.
11. gr.
Inntökugjald í félagið er kr. 5,00
— fimmi krónur —. Arstillag í fé-
lagið er kr. 5,00 (síðar breytt: kr.
3,00), og fellur það í gjalddaga 1.
september (síðar breytt: 1. okt.) ár
hvert.
12. gr.
Allur nettó-ágóði af tekjum félags-
ins skal renna í félagssjóð.
13. gr.
Komi til þess að slíta þurfi félaginu,
skulu J4 starfandi félaga samþykkja
það, og skal sá fundur einnig ráð-
stafa eignum félagsins og skuldum,
ef nokkrar eru.
14. gr.
Lögum þessum verður aðeins breytt
á aðalfundi félagsins.
15. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Fyrstu stjórn Söngfélagsins Vest-
mannakórs skipuðu þessir menn:
Formaður: Ragnar Benediktsson
frá Borgareyri í Mjóafirði eystra.
Gjaldkeri: Sigmundur Einarsson.
Ritari: Sigurður Bogason frá Búð-
ardal.
Varastjórn í sömu röð:
Þorsteinn Sigurðsson frá Melstað
(Faxastíg 8B).
Kjartan Jónsson.
Ingólfur Guðmundsson.
Um þessar mundir var í undirbún-
ingi stofnun Landssambands bland-
aðra k.óra. Hvatningarorð þeirra,
er þar fóru í fararbroddi, höfðu leitt
af sér fast skipulag á tilveru og starfi
Söngfélagsins Vestmannakórs. A
stöfnfundi kór'sins 20. maí var sú
samþykkt gjörð að sækja um upp-
töku í samband blönduðu kóranna
í landinu. Þannig varð Vestmanna-
kór einn af 5 söngkórunum, sem
taldir eru stofnendur Sambands
blandaðra kóra. Vissu metnaðarmáli
var fullnægt og það var ágætt. Aum-
ur er siá einstaklingur, sem engan á
sér metnaðinn. Sú tilfinning hefur
mörgu góðu og gagnlegu til leiðar
komið. Svo var hér.
Samkvæmt 7. gr. söngfélagslag-
anna skyldi hver raddflokkur kjósa