Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 59
BLIK
57
1. apríl og lengur, ef ástæður mæla
með því.
4. gr.
Félagi getur hver sá orðið, sem hef-
ur sönghæfileika, og að undan-
gengnu söngprófi hlýtur meðmæli
söngstjóra og tveggja eða fleiri dóm-
ara (innan eða utan félags) tilnefnda
af söngstjóra. Innsækjandi starfi ekki
í öðru söngfélagi eða söngflokki.
Þetta skilyrði gildir einnig fyrir fé-
laga, þó má stjórnin í samráði við
söngstjóra veita undanþágu, ef sér-
stök ástæða er til.
Sönghæfileikar skulu prófaðir,
þegar söngstjóra þykir þess þörf, og
framkvæmi hann þá prófun, en
heimilt er honum að kjósa sér tvo
félaga eða aðra til aðstoðar. — Nú
fullnægir félagi ekki kröfum söng-
stjóra og aðstoðarmanna hans að
afloknu prófi, skal hann þá færður
til í aðalrödd, ef þess er kostur, en
reynist hann óhæfur í hvaða rödd,
sem er, skal honum tilkynnt, að
hann teljist ekki lengur félagi. Ur-
skurðinn ber stjórninni að tilkynna.
5. gr.
Skylt er hverjum félaga að mæta
stundvíslega á öllum boðuðum æf-
ingum og samsöngvum. Geti félagi
ekki mætt, er honum skylt að til-
kynna forföll söngstjóra eða radd-
formanni. Lögleg forföll eru: Veik-
indi, fjarvera úr bænum og skyldu-
£törf, sem ekki má fresta. Oheimilt
skal félaga að fara burt af æfingu,
nema með leyfi söngstjóra.
6. gr.
Mæti félagi ekki á þrem fyrirfram
ákveðnum æfingum og tilkynni ekki
lögleg forföll samkv. 5. grein, skal
stjórninni skylt að senda honum
skriflega áminningu, — en beri sú
áminning engan árangur, skal stjórn-
inni heimilt að víkja honum úr fé-
laginu. Heimild þessi nær einnig
til þess, ef félagi hvað eftir annað
mætir ekki nema á annarri og
þriðju hverri æfingu. Sama gildir,
komi félagi ekki fram með fullri
prúðmennsku, hvort heldur er á æf-
ingum, samsöngvum, eða ef hann
á annan hátt verður til þess að spilla
áliti félagsins eða vekja þar sundr-
ung. Geti félagi ekki sótt æfingar
meiri hluta starfsársins skal stjórn-
inni heimilt að víkja honum úr fé-
laginu.
7. gr.
Hver rödd kýs sér á aðalfundi radd-
formann fyrir árið. Raddformenn
halda skrá yfir meðlimi hverrar radd-
ar og hvernig mætt er.
8. gr.
Söngstjóri ákveður viðfangsefni fé-
lagsins í samráði við stjórnina (síð-
ar breytt: söngmálanefnd). Hann
kveður á um æfingar og tilkynnir
þær raddformönnum, en þeir til-
kynna hver sinni rödd. Söngstjóri
hafi jafnan aðgang að fundum
stjórnarinnar.
9. gr.
Aðalfund skal halda fyrri hluta sept-
ember (síðar: október-) mánaðar ár
hvert. Skulu þá lagðir fram reikning-