Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1957, Blaðsíða 61
I. Árferði og almenn afkoma
Samkvæmt tíðarfarsyfirliti Veður-
stofunnar var veðurlag á árinu 1957
sem hér segir:
Tiðarfar var yfirieitt hagstætt, nema
fyrstu þrjá mánuðina. Veturinn (des-
ember 1956—marz 1957) var óhag-
stæður. Framan af var stormasamt, og
síðara hlutann var viða óvenjusnjó-
þungt. Hiti var 1,1° yfir meðallagi. Sval-
ast var að tiltölu um suðvestanvert
landið, þar var hiti víðast frá meðallagi
að 1° yfir þvi. Annars staðar á land-
inu var yfirleitt 1—2° hlýrra en venja
er til. Úrkoma var i tæpu meðallagi á
ðllu landinu. Vestanlands og um suð-
austanvert landið var heldur minni
úrkoma en í meðalári. Annars staðar
rnældist meiri úrkoma en venja er til.
I desember og janúar voru hagar víða
betri en í meðalári, tvo síðari mán-
uðina voru þeir lélegir. Vorið (april—
uiaí) var hagstætt. Hiti var 1,8° yfir
meðallagi og úrkoma % umfram með-
nllag. Norðanlands var yfirleitt rösk-
,ega 2° hlýrra en í meðalári, en sunn-
anlands var hitinn 1—2° yfir meðal-
lagi. Úrkoma var víðast meiri en í
nieðalári. Mest var hún sunnanlands;
Þar mældist meira en tvöföld meðal-
úrkoma á 3 stöðum. Sumarið (júní—
september) var hagstætt. Hiti var 0,3°
J'fir meðallagi. Á Austur- og Suðaust-
urlandi var viða heldur svalara en
vcnja er til, en í öðrum héruðum var
yfirleitt hlýrra en í meðalári. Á 26
stöðvum af 38, sem meðaltöl hafa, var
v,k hitans frá meðallagi innan við 1°.
crkoma var % minni en venja er til.
Hun var alls staðar innan við meðal-
‘ag. Sólskin mældist 166 stundum leng-
ur en i meðalári í Reykjavik og 118
stundum lengur en venja er til á Akur-
eyri. Heyfengur var góður og einnig
uppskera úr görðum. Haustið (október
—nóvember) var hagstætt. Hiti var
1,2° yfir meðallagi. Norðanlands var
yfirleitt 1—2° hlýrra en venja er til,
en i öðrum héruðum var hitinn víðast
%—IV20 yfir meðallagi. Sums staðar
í innsveitum var þó aðeins V20 hlýrra
en í meðalári. Úrkoma var tæplega
10% umfram meðallag. Á Austurlandi
og nyrzt á Vestfjörðum var úrkoma
innan við meðallag, en annars staðar
á landinu var hún í meðallagi eða
yfir því.
Enda þótt sjávarafli væri tregari en
undanfarin ár, máttu ytri aðstæður
þjóðarbúsins teljast sæmilegar. Ár-
ferðið til sveita var hið bezta og mark-
aðsaðstæður erlendis hagstæðar. Engu
síður var við vaxandi efnahagserfið-
leika að etja. Afkomu útflutningsat-
vinnuveganna varð að tryggja með
mjög auknum uppbótum, og til að
standa undir uppbótagreiðslum og
hóflausri fjárfestingu varð ekki kom-
izt hjá lántökum erlendis. Var við all-
mikinn gjaldeyrisskort að stríða á ár-
inu. Verðlag neyzluvarnings hækkaði
litið, og kaupgjald hækkaði lítið eða
ekki. Vísitala framfærslukostnaðar
hækkaði um 5 stig á árinu, úr 186
stigum i janúar i 191 stig í júlí, en
hélzt síðan óbreytt út árið. Meðalverð-
lagsvísitala ársins var 189,5 stig, en
var 182,3 stig árið fyrir.1)
1) Aðallega samkvæmt Árbók Landsbankans
1957.