Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1957, Page 82

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1957, Page 82
1957 — 80 — Enn er tortryggilega mikið skráð af heilasótt, þó að ekki sé svo úrskeiðis sem ó síðast liðnu ári. Sannast mála er, að svo mikið er á sveimi ekki að- eins af heilablæstri, heldur ýmiss konar óskýrgreindri heilahimnubólgu og marg'víslegri heilahimnuertingu, að mjög varlega verður að skrá ótviræða heilasótt, ef ekki er beinlínis stuðzt við óreiðanlega sóttkveikjurannsókn. Segja verður eins og er, að á heila- sóttarskráningu síðast liðinna ára er lítið sem ekkert mark takandi. Akranes. 3 tilfelli skráð í apríl og batnaði öllum. Blönduós. Skráð 4 sinnum i júlí. Þar var um að ræða 2 krakka á sama bæ og aðra 2 á nágrannabæjum í annarri sveit. Einkennin voru hár hiti þegar í byrjun með allmiklum höfuðverk og hnakkarig. Batnaði brátt við achro- mycin. Ekki skal það fullyrt, að hér hafi verið um reglulega meningo- kokkasmitun að ræða, því að börnin voru uppi í sveit, og ekki var gerð á þeim mænustunga, en alls konar heila- einkenni gera nú öðru hverju vart við sig, án þess að unnt sé að skipa þeim greinilega í sérstakan flokk. Getur þar verið um að ræða heilahimnubólgu, heilasótt eða mænusótt, án þess að veikin komist á það stig, að sérkennin komi greinilega fram, enda koma sennilega fram nýir veirustofnar, sem gefa nýjar sjúkdómsmyndir. Hef ég þar m. a. i huga mænusóttarfaraldur- inn, sem stakk sér hér niður 1946 og var miklu þrautameiri en mænusótt er venjulega og var illkynjaður. Meina- fræðingarnir í Reykjavik, sem rann- sökuðu miðtaugakerfi hinna dánu, vildu kalla þetta afbrigði polioence- phalo-myelo-meningitis. Það fengu þá fjórir í Blönduóshéraði, og eru 2 þeirra með allmiklar lamanir síðan. Einnig hef ég séð hér tilfelli með nokkrum hita, sárum höfuðkvölum og hnakkaríg, sem ekki hafa staðið nema 2—3 daga, en valdið langvarandi sleni til andlegrar og líkamlegrar vinnu. Það væri fróðlegt að fá sem víðast að lýsingar á þessum meira eða minna dutarfullu sjúkdómsafbrigðum. Seyðisfj. Talið, að 5—10 ára stúlku- barn hafi fengið heilasótt. Búffa. Stúlka um fimmtugt varð fyrir vosi og nokkrum hrakningi, skömmu áður en einkenni komu í ljós. Achromycin var gefið í stórum skömmtum með góðum árangri. Hafnarfj. 1 tilfelli skrásett. Batnaði við antibiotica-meðferð. 12. Mislingar (morbilli). Töflur II, III og IV, 12. 1953 1954 1955 1956 1957 Sjúkl. 396 6573 1214 7 12 Dánir 1 7 „ „ „ Stingur sér niður í 3 héruðum (Rvík, Borgarnes og Keflavíkur), án þess að frekari grein sé gerð fyrir. 13. Hvotsótt (myositis epidemica). Töflur II, III og IV, 13. 1953 1954 1955 1956 1957 Sjúkl. 155 100 214 143 967 Dánir „ „ „ „ „ Síðan 1951, er hinn mikli hvotsótt- arfaraldur gekk um landið, hefur sótt þessi annað tveggja legið í landi eða borizt hingað árlega. Hafa milli 100 og 200 tilfelli verið skráð á hverju ári síðan, oftast smáfaraldrar hér og þar um land. í ágúst—október þessa árs færist sótt þessi allmjög í aukana, og má heita faraldur um allt Vesturland, á nokkrum stöðum austanlands og reyndar einnig í Reykjavik og grennd. Læknar gefa nú meira og meira gaum ýmiss konar fylgjum þessa kvilla, sem þá verður ekki allur, þar sem hann er séður. Akranes. Faraldur kom upp af henni í ógúst, og er hún þá mikið útbreidd og eins í næsta mánuði, en deyr svo út i október. Borgarnes. Nokkur tilfelli i septem- ber (ekki skráð). Patreksfj. Faraldur i október og nóvember. Þingeyrar. Kom hér upp i júlí> e®a ef til vill síðara hluta júnímánaðar. Sumir þungt haldnir með sárum verkj- J
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.