Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1957, Blaðsíða 152
1957
— 150
4. Húsakynni og þrifnaður.
Rvík. í Reykjavík var lokið bygg-
ingu 245 íbúðarhúsa og aukning gerð
á 67 eldri húsum. Samanlögð aukning
á ibúðarhúsnæði nam 33683,9 m2, eða
331621,0 m3. í húsum þessum eru alls
935 íbúðir og skipting þeirra eftir
lierbergjafjölda, auk eldhúss, sem hér
segir: 1 herbergi 4, 2 herbergi 125, 3
herbergi 215, 4 herbergi 361, 5 her-
bergi 165, 6 herbergi 44, 7 herbergi
18, 8 herbergi 3. Auk þess hafa verið
byggð 69 einstök herbergi. Auk
nefndra húsa var iokið við byggingu
24 iðnaðar-, verzlunar- og verksmiðju-
og vörugeymsluliúsa, samtals 7178,7
m2, 2 félagsheimila samtals 5366 m2,
8 stálgrindarhúsa samtals 3441,5 m2,
stækkun á sjúkrahúsum (Landsspital-
inn og Landakot) samtals 97,7 m2, 169
bílskúra, geymslna o. fh, og stækkun
8 eldri skúra samtals 7543,1 m2. Alls
liafa þá verið byggðir:
47676,3 m2 af steinhúsum
1368,7 — - timburhúsum
3441,5 — - stálgrindarhúsum
Samt. 52486,5 m2.
Nú eru í smíðuin auk stórhýsa, svo
sem Bæjarsjúkrahússins, stækkunar
Landsspítala og Landakotsspitala,
1598 íbúðir, og eru rúmlega 900 þeirra
fokheldar eða meira. Á árinu var
haldið áfram skráningu íbúðarhús-
næðis í Reykjavík. Framkvæmdar
voru 209 húsnæðisskoðanir samkvæmt
beiðni íbúanna og gefin út vottorð um
ástand húsnæðisins. Flestar eru beiðn-
ir þessar um skoðun á íbúðum í her-
skálum, kjöllurum og skúrum, og er
um þær beðið aðallega í sambandi
við umsóknir um íbiiðir eða um lán
til íbúðarbygginga. Að tilhlutan heil-
brigðiseftirlitsins voru hreinsaðar 678
lóðir, þar af hreinsuðu vinnuflokkar
312. Rifnir voru 18 herskálar og 58
skúrar. Á vegum lóðahreinsunarinnar
var ekið 760 bílhlössum af rusli á
haugana, þar af 139 úr herskálahverf-
um. Útisalerni við íbúðarhús voru 60.
Fjöldi útisalerna alls er því 220, og
hefur þeim fækkað um 31 á árinu.
Sorphreinsun var framkvæmd viku-
lega eins og áður, nema frá matsölu-
stöðum og sjúkrahúsum o. fl. er
hreinsað tvisvar í viku. í notkun voru
í árslolc 16080 sorpílát, og hafði þeim
því fjölgað um 1015 á árinu. Ekið var
á sorphaugana 19516 bílförmum af
sorpi. Teknir voru i notkun 2 nýir
sorpbiiar á árinu, en gamall bill tek-
inn úr umferð. Vegna þess hve hinir
nýrri bílar eru stærri en hinir eldri,
fjöigar bílförmum ekki i hlutfalli við
aukningu sorpmagns. Sorpmagnið á
árinu var um 118000 m3, og var þyngd
þess álitin vera um 22000 smálestir.
Framkvæmdir við byggingu sorpeyð-
ingarstöðvar hófust í maimánuði.
Voru byggingar svo til fokheldar í
árslok, og uppsetning véla vel á veg
komin. Búizt er við, að stöðin geti
tekið til starfa næsta vor.
Akranes. Byggingarframkvæmdir
heldur minni en undanfarið. í smíð-
um voru á árinu 73 hús með 120 í-
búðum. Af þessum íbúðum voru 29
komnar svo langt áleiðis, að flutt var
í þær. Byrjað var á byggingu 15 þess-
ara húsa á árinu með 24 íbúðum.
Húsnæðiseklu mun ekki hafa gætt
verulega.
Borgarnes. Byggð eru ný hús, bæði
í sveit og i kauptúni, ár hvert.
Flatei/jar. Brunnar lélegir og neyzlu-
vatn úr þeim lítt hæft. Fráræsla frá
húsum og ýmiss annar þrifnaður ekki
í því ástandi, sem vera þyrfti. Húsa-
kynni og þrifnaður mega heita i sæmi-
Iegu lagi í báðum hreppum. í Flatey
er aðeins eitt íbúðarhús úr steini og'
ekki fullgert. Flestir nota oliuljós, að-
eins örfá hús fá rafmagn til ljósa frá
rafvél kaupfélagsins. Flest húsin eru
oliukynt og upphitun góð.
Patreksfj. Hafin bygging nýs barna-
skóla á Patreksfirði. Hraðfrystihús i
Tálknafirði endurbygg't, eftir að það
brann á útmánuðum. Eitt íbúðarhús
byggt á Patreksfirði. Tvö ný íbúðar-
liús fuligerð í Barðastrandarlireppi-
Eitt íbúðarhús í byggingu i Rauða-
sandshreppi og unnið að ýmsum bygg-
ingum við Vistheimilið i Breiðuvik.
Þrifnaður í góðu lagi, þrátt fyrir
slæmar aðstæður sums staðar.
Boliingarvikur. Mikið var byggt á
árinu, og sýnir það máske betur en