Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1957, Blaðsíða 95
93 —
1957
nieð resectio, var með metastasis í
Iiepar og dó í Reykjavík.
Búðardals. 3 karlar slcornir við
Þessum sjúkdómi á árinu, 2 með ca.
ventriculi, og voru báðir lifandi um
áramót, og 1 með ca. oesophagi, en
hann dó á árinu. 80 ára maður með
hjartasjúkdóm dó af þeim sökum;
bafði undir það síðasta dyspepsi og
var með palpabel tumor í epigastrium.
Patreksfj. 1 nýr sjúklingur með ca.
ventriculi inoperabilis.
Þingeyrar. Maður um áttrætt lézt úr
lungnakrabba eftir hálfs árs veikindi,
en fárra vikna legu. Maður um sex-
tugt félck magakrabba með fistula út
1 colon. Var sendur til aðgerðar.
Flateyrar. 5 sjúklingar skrásettir. Á
árinu dóu 3.
Polungarvikur. Til mín leitaði 41
ars gömul kona vegna blæðinga við
coitus. Við speglun reyndist hún með
stórt sár á leghálsi. Sendi ég hana
begar til ísafjarðar, en þaðan var hún
send suður á Landsspítala i röntgen
°8 radíummeðferð. Biopsia tekin á
handsspítalanum og sýndi cancer
l1teri. 60 ára gamall maður, sem um
’nánaðartíma hafði haft óljós dyspep-
tisk einkenni, leitaði til mín i desem-
her. Var skorinn upp á Sjúkrahúsi
Isafjarðar skömmu eftir áramótin og
reyndist vera með cancer ventriculi
inoperabilis.
Isafj. Fleiri eru nú á skrá með
krabhamein en verið hefur fyrr i hér-
uðinu, eða 12. Af þeim dóu 6. Hinum
Vegnar öllum vei.
Súðavikur. Ekkert nýtt tilfelli af
cancer, en 63 ára kona, er haft hafði
ea. uteri fyrir nokkrum árum, fékk
skyndilega mikla magablæðingu. Var
nún flutt á Sjúkrahús Isafjarðar og dó
nar eftir skamma legu.
Húlmavíkur. Stúlkubarn, sem áður
'afði verið skorið vegna illkynja
i kviðarholi, dó á árinu úr mein-
V('rPum.
Hoammstanga. 6 sjúklingar á krabba-
jneinsskrá, 4 dóu á árinu, 1 virðist al-
jata (ulcus rodens) og hinn sjötti
ai,ðvona, 80 ára kona, sem ekki var
'! ,skrá siðasta ár. 2 þeirra, sem létust,
1 °u úr ca. ventriculi. 81 árs kona með
Ca
roammae (amputatio mammae
1954) dó af apoplexia cerebri. 78 ára
karl dó af ea. gl. thyreoideae c. metas-
tasibus.
Blönduós. Var skráð 6 sinnum, og er
raunasaga af því, þvi að 4 sjúkling-
anna dóu á árinu, en hinir 2 voru
banvænir í árslok. Eitt var kona á
bezta aldri, sem var skorin árið áður
í Reykjavík vegna brjóstkrabba, kom
með meinvörp og dó. Þá dóu 3 bænd-
ur úr magakrabba, en 2 þeirra voru
úr Vestursýslunni, og hafði annar leg-
ið í Reykjavík. Þá lá hér stuttan tima
kona úr Skagafirði vegna þess, að ekki
var í bili rúm fyrir hana á Sauðár-
króksspítala, en þangað fór hún svo
bráðfeig. Þá dó hér 65 ára gömul hús-
freyja utan af Skaga; hafði hún komið
af Landsspítalanum með magakrabba,
sem ekki liafði reynzt skurðtækur. Af
þessum 6 sjúklingum voru því aðeins
2 innanhéraðsmenn.
Sauðárkróks. Af 5 sjúklingum skráð-
um á árinu eru 3 dánir i árslok. Af
eldri sjúklingum dóu 6, 4 þeirra skráð-
ir i fyrra.
Hofsós. 4 nýir krabbameinssjúkling-
ar bættust við á árinu. Karlmaður á
sextugsaldri kenndi verkjar í læri og
fæti. Fékk um skeið nuddaðgerð, en
án árangurs. Var þá sendur á hand-
læknisdeild Landsspítalans, þar sem
hann andaðist skömmu síðar. Við
krufningu kom í ljós, að um illkynja
æxli var að ræða í hrygg og mænu-
kylfu. Ekki hef ég enn fengið upplýs-
ingar um, hvaðan þetta æxli muni
hafa verið upprunnið. 65 ára kona
veiktist snögglega með kviðarliols-
verkjum. Var send til Akureyrar og
skorin þar. Iíeyndist með óskurðtækt
krabbamein í maga. Dó eftir nokkra
daga. Karlmaður um áttrætt fékk
magakrabba með bráðuin einkennum.
Var skorinn á Landsspitalanum, en
meinið reyndist óskurðtækt. Dó á
Sauðárkróksspítala skömmu siðar.
Loks var kona ein send til Reykja-
víkur vegna gruns um krabba i legi,
og var gerð á henni aðgerð á fæðing-
ardeild Landsspítalans.
Ólafsfj. 3 sjúklingar, þar af einn
skráður á árinu, létust allir á sjúkra-
húsum. Einn karlmaður, 61 árs, með
magakrabba. Annar, 76 ára, með þvag-