Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1957, Blaðsíða 160
1957
— 158 —
um 19 mál; þar af voru 15 erindi frá
bæjaryfirvöldum. Meðal annars lagði
nefndin til, að leigumáli um lóð Síld-
ar- og fiskimjölsverksmiðjunnar að
Kletti yrði ekki framlengdur við verk-
smiðjuna, fyrr en hún hefur gert ör-
uggar ráðstafanir, að dómi nefndar-
innar, til að óþefur berist ekki frá
verksmiðjunni yfir bæjarlandið.
Lögreglustjóra og sakadómara voru
sendar 24 kærur vegna brota á heil-
brigðissamþykktinni.
1 vegna aðskotahlutar í brauði.
1 — mjólkuríss.
1 — þeytts rjóma.
2 — óinnpakkaðs sælgætis.
1 — hávaða og titrings frá frysti-
vél fiskbúðar.
2 — starfsemi veitingahúss án
leyfis.
5 — ófullnægjandi húsnæðis veit-
ingastofu.
2 — ófullnægjandi húsnæðis sam-
komuhúss.
1 — starfrækslu fiskverkunar-
stöðvar í ibúðarhverfi.
1 — ryks frá þvottahúsi.
1 — starfsemi sælgætisgerðar án
leyfis.
1 — sorphaugs við Vesturlands-
veg.
2 — ófullnægjandi húsnæðis sæl-
gætisgerðar.
1 — ófullnægjandi húsnæðis ný-
lenduvöruverzlunar.
1 — ófullnægjandi húsnæðis sæl-
gætisverzlunar.
1 — sölu óleyfilegrar vöru í fisk-
búð.
Akranes. Heilbrigðisnefnd kom sam-
an nokkrum sinnum og fór eftirlits-
ferðir í matvælabúðir og reyndi að fá
bætt úr því, sem aflaga fór. Lét hún
einnig rannsaka neyzluvatn bæjarins,
og reyndist það vera mjög slæmt,
enda er um yfirborðsvatn að ræða.
Beindi heilbrigðisnefnd þvi til bæjar-
stjórnar, að athugaðir væru mögu-
leikar á að fá úr þessu bætt, en úr
framkvæmdum hefur ekki orðið enn.
Flategjar. Heilbrigðisnefnd er að
nafninu til i Flatey, en hefur að von-
um hljótt um sig i fásinninu. Fæst
helzt við útrýmingu á rottu.
Flateyrar. Verkefni heilbrigðis-
nefndar Flateyrar hefur verið eins og
áður að þoka heilbrigðismálum stað-
arins í betra horf og áminna atvinnu-
rekendur og húsráðendur um þrifnað.
Helztu tillögur hennar og samþykktir
eru þessar: 1. Koma á sorphreinsun.
2. Lengja skolpveitu i sjó fram og
ganga betur frá henni. 3. Banna heima-
slátrun. 4. afmarka uppisát skipa við
ákveðna staði. 5. Óska eftir, að fjörur
í þorpinu séu þrifnar. Undirtektir
hreppsnefndar hafa verið daufar og
hikandi og stundum engar. Hunda-
hald er bannað á Suðureyri, en mjög
hefur verið erfitt að framkvæma þetta
bann.
Vestmannaeyja. Nokkrir fundir voru
haldnir á árinu í heilbrigðisnefnd. Til
meðferðar hafa aðallega verið hrein-
lætismálin, einkum þrifnaðurinn við
Löfnina, en þar þokast lítið í áttina.
Það stendur heilbrigðisnefnd mjög
fyrir þrifum, að heilbrigðisreglugerð
er orðin úrelt, en ný fékkst ekki sam-
þykkt, þótt frumvarpið lægi fyrir frá
fyrra ári ásamt erindisbréfi fyrir heil-
brigðisfulltrúa. Hér eiga menn erfitt
með að sætta sig við eftirlit eða leið-
beiningar og hafa vanizt að fara sínu
fram, hvað sem hver segir. Jafnvel
má teljast viðburður, ef bæjarstjórn
vísar máli til heilbrigðisnefndar. Allt
þetta á væntanlega eftir að lagast,
þegar nýja reglugerðin liggur fyrir og
liægt verður að nota hana sem grund-
völl að auknum áróðri, eftirliti, leið-
beiningum og beinum aðgerðum.
Keflavíkur. Eftirlitsferðir eru farn-
ar í allar matvörubúðir og matvinnslu-
staði og viðkomanda skriflega tilkynnt
fyrirmæli og óskir um lagfæringar og
borið saman, hvað hefur verið Iagfært
frá fyrri athugunum. Gefnar hafa ver-
ið út reglur fyrir afgreiðslufólk i mat-
vöru-, brauða- og mjólkurbúðum, sem
eru til leiðbeiningar afgreiðslufólki
og einnig til upplýsinga viðskipta-
mönnum um það, hvernig afgreiðslu-
fólki beri að vera, hvað snertir hrein-
læti við störf. Almenn læknisskoðun
og berklaprófun fór fram á öllu starfs-
fólki í matvörubúðum dagana 9.» 1®;
og 11. janúar síðast liðinn. Fyrirmmb
hafa verið gefin um, að allt nýtt starfs-