Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1957, Blaðsíða 172
1957
— 170 —
ugleika og var fluttur á sjúkrahús
í Reykjavík. Lézt hann þar 3
klukkustundum síðar. Ályktun:
Engar breytingar fundust, sem
hentu á mænusótt. Hins vegar
fundust mjög miklar skemmdir í
taugafrumum og mænu, en lang-
mest í mænu. Þar fannst einnig
töluvert af blóðstorku í æðum
(thromhosis), sem er sérkennilegt
fyrir botulismus. Lítill vafi er á,
að maðurinn hefur dáið úr eitrun,
sem verkað hefur á taugafrumur
í heila og mænu. Vefjarannsóknir
bentu helzt til þess, að sú eitrun
hafi stafað af botulismus, en hins
vegar tókst ekki að finna það eitur
í maga eða skeifugörn mannsins.
55. 12. desember. J. J.-son, 53 ára.
Fannst örendur við hliðina á
vörubíl, sem hann átti, og hafði
sturtan á vörubilnum verið uppi.
Ályktun: Við krufningu fannst al-
ger lokun á vinstri kransæð,
skammt frá upptökum, og mjög
mikil þrengsli í liægri kransæð,
einng skammt frá upptökum, og
höfðu þau lokast af ferskum blóð-
kekki, svo að blóðrásin hefur
stöðvazt algerlega.
56. 21. desember. Á. í.-son, 45 ára.
Veiktist skyndilega að kveldi og
dó undir morgun. Ályktun: Við
krufningu fannst sekklaga útvíkk-
un á slagæð neöan á heilanum
(aneurysma a. communic. an-
terior), og hafði þessi seklcur
sprungið og blætt stórkostlega út
frá því, svo að tiltölulega fljótt
hefur leitt til bana.
Akureyrar. 1. 12. marz 1957. P. H.
L.-son, 60 ára. Fannst örendur í skafli
nokkru norðan við bæinn Viðarholt í
Glerórþorpi. Hinn 10. marz fór liinn
látni nokkru fyrir hádegi heiman að
frá sér í góðu veðri. Er líða tók á
daginn, án þess að hann kæmi heim,
var farið að grennslast eftir honum í
bænum, en án árangurs. Lögreglunni
var þá tilkynnt hvarfið, og var hafin
leit um kvöldið. Vegna myrkurs var
þó erfitt um leitina, og bar hún ekki
árangur. Næsta morgun var hafin leit
strax í birtingu, en snjóað hafði um
nóttina og allar slóðir horfnar. Leit
þessi har ekki árangur fyrr en 12.
marz, en þá fannst líkið af tilviljun,
þar eð það var algerlega þakið snjó.
Maðurinn hafði þjáðzt af angina pec-
toris undanfarandi 5 ár. Þar eð engir
áverkar fundust á líkinu, en færð var
þung vegna snjós, þar sem maðurinn
hafði gengið, þótti auðsætt, að um
coronarthrombosis hefði verið að
ræða, og taldi bæjarfógeti ekki þörf
krufningar. 2. 11. marz 1957. G. F. R.-
sen, 67 ára kona. Bjó ein i litlu húsi.
Hinn 11. marz 1957 var lögreglunni
tilkynnt, að G. F. R.-sen hefði ekki
sézt úti við 2 síðustu dagana og að
hús hennar væri lokað og enginn svar-
aði, þótt kvatt væri dyra. Lögreglan
kom þá á vettvang og brauzt inn um
kjallaraglugga inn í íbúðina. Er inn
var komið, lá hin látna í rúmi sínu
og við rúmstokkinn næturgagn hennar
með nokkru af þvagi og saur i. Einnig
voru nærbuxur hennar á gólfinu með
lítils háttar saur i og smásaurslettur
í rúminu. Allt var í röð og reglu i
íbúðinni, rafofn á fullum straumi og
allar dyr og gluggar vandlega læst
innan frá. G. F. R.-sen hafði mjög
háan blóðþrýsting og arteriosclerosis
cerebri. Engir áverkar voru neins
staðar á likinu, en rotnun nokkur.
enda mjög heitt inni hjá henni vegna
rafofnsins. Sýnt þótti, að um heila-
blæðing hefði verið að ræða, og krufn-
ing talin óþörf frá lögreglunnar hálfu.
3. 19. ágúst 1957. Kl. 3,10 að nóttu var
lögreglu og brunaliði Akureyrar gert
aðvart um, að kviknað væri i húsinu
Staðarhóll á Akureyri. Lögregla og
hrunalið kom þegar á vettvang, og var
þá svo magnaður eldur í kvistherbergi
á efri hæð hússins, að engin leið var
að komast inn í herbergið, fyrr en
eldurinn hafði verið slökktur. Er inn
í ofannefnt kvistherbergi kom, lá ÞaI
R. Á.-son, 29 óra gamall, örendur a
litlum legubekk við norðurþil herberg-
isins. Þótti mega ráða af legu líksins.
að maðurinn hefði látizt í svefni. Ekki
voru merki um neina aðra áverka a
líkinu en brunasárin. Likið ekki krul-
ið. Dánarorsök talin: Trauma in con-
flagratione. 4. 2. nóvember 1957. G. H.
J.-son, 15 ára. Var að aka dráttarvél i
J