Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1957, Blaðsíða 89
— 87 —
1957
ári, sem og undanfarandi ár, hve
miklu færri karlar koma meS syphilis
en konur; eru þó fráleitt færri karl-
menn með þann sjúkdóm hér á landi
en konur. Stafar þetta bersýnilega af
þvi, að allar hópblóðrannsóknir, sem
gerðar eru hér i Reykjavík vegna
þessa sjúkdóms, ná einungis til kvenna
(mæðraeftirlitið, fæðingardeild Lands-
spítalans), en ekki til karla. Hér á
landi gengur því allstór hópur karla
með þennan sjúkdóm án þess að leita
sér lækningar. Gefur þetta tilefni til
að íhuga, hvort ekki væri rétt að gera
að fastri reglu serologiskar luesrann-
sóknir á öllum stærri sjúkrahúsum
landsins, að minnsta kosti um nokk-
urra ára skeið.
Akranes. 6 sjúklingar skráðir með
lekanda, þar af 3 útlendir.
Patreksfj. Aðeins 2 komið til með-
ferðar, báðir innlendir, og smitun
erlendis i báðum tilfellum.
ísafj. Skráðir 6 sjúklingar með lek-
anda, flest aðkomusjómenn á togurum.
^ oru allir læknaðir.
Sauðárkróks. 3 ungar manneskjur
fengu gonorrhoea, en ekki tókst að
rekja, hvaðan sjúkdómurinn kom inn
i héraðið.
yestmannaei/ja. Alls voru skráðir 9
síúklingar, þar af 2 útlendingar.
Hafnarfí. Nokkur lekandatilfelli eru
skrásett. Lekandi virðist fara í vöxt
2. Berklaveiki (tuberculosis).
1. Eftir mánaðaskrám:
Töflur V, VI, VIII, IX og XI.
1953 1954 1955 1956 1957
Tbc. pulm. 102 112 90 89 76
Tbc. al. loc. 37 24 18 26 27
Alls 139 136 108 115 103
Dánir 14 10 4 13 7
2. Eftir berklabókum (sjúkl. i árs-
lok): 1953 1954 1955 1956 1957
Tbc. pulm. 836 752 736 669 614
Tbc. al. loc. 162 130 88 88 109
Alls 998 882 824 757 743
Skráðum berklasjúklingum fækkar
ekki i neinu hlutfalli við það, sem
raunverulega dregur úr berklaveikinni
í landinu, enda mun öllu, sem á skrá
kemst, vel og lengi haldið til haga.
Rerkladauðinn segir hér miklu fremur
alla sögu.
Skýrslur um berklapróf hafa borizt
úr öllum héruðum nema 5 (Ólafsvík-
ur, Dalvíkur, Norður-Egilsstaða, Seyð-
isfj., Djúpavogs), þar sem engin
berklapróf munu hafa verið fram-
kvæmd. í yfirliti því, sem hér fer á
eftir samkvæmt töflu XI, er sleppt
berklaprófum ársins í Keflavík, með
því að niðurstöður þeirra þóttu tor-
tryggilegar, eins og berklayfirlæknir
gerir nánari grein fyrir í skýrslu sinni
hér á eftir. Að þeim slepptum taka
prófin til 19824 manns. Skiptist sá
hópur þannig eftir aldri og útkomu:
0— 7 ára: 485, þar af jákvæð 5 eða 1,0 %
7—14 — : 16838, 800 — 4,8
14—20 — : 2292,--------— 298 13,0
Yfir 20 — : 209,------— 60 28,7
Sk^trsla berklayfirlæknis 1957.
Arið 1957 voru framkvæmdar berkla-
'’annsóknir (aðallega röntgenrann-
sóknir) i 22 læknishéruðum. Voru alls
''annsakaðir 23618 manns. Á 6 heilsu-
verndarstöðum 21182, aðallega úr 8
*knishéruðum (berklarannsóknir í
Bafnarfirði og Kópavogi eru stöðugt
ramkvæmdar af heilsuverndarstöð-
inni í Reykjavík), en með ferðarönt-
gentækjum 2436 manns, aðallega úr 14
læknishéruðum. Fjöldi rannsókna er
hins vegar langtum meiri, þar eð
marg'ir koma oftar en einu sinni til
rannsóknar, einkum á stöðvarnar.
Námu þær alls 28776.
Árangur rannsókna heilsuverndar-
stöðva er greindur sérstaklega (sbr. bls.
138—139). Af 2436, sem rannsakaðir