Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1957, Blaðsíða 96
1957
— 94 —
blöðrukrabba. Hinn þriðji, sá, er
skráður var á árinu, kom til mín í
byrjun júní. Var hann strax sendur til
Siglufjarðar. Röntgenmynd sýndi mik-
inn krabba í maganum. Fljótlega fékk
hann ileuseinkenni, og kom í ljós, að
hann hafði einnig æxli í endaþarmi,
sem lokaði, og dó hann eftir mitt
sumar.
Akureyrar. Dáið hafa 24 sjúklingar
úr illkynja æxlum, þar af 12 innan-
héraðs- og 12 utanhéraðsmenn.
Grenivíkur. 1 kona með krabbamein
i brjósti. Fékk viðeigandi meðferð.
Breiðumýrar. 6 sjúklingar á skrá,
þar af 2 nýir. 4 sjúklinganna dóu á
árinu, og 1 er á niðurleið.
Húsavíkur. 3 sjúklingar dóu á árinu.
Höfðu dvalizt á Landsspítalanum, en
án árangurs. 74 ára kona með ca.
ventriculi send á sjúkrahúsið á Akur-
eyri og dó þar. 3 sjúklingar lágu um
áramótin illa haldnir.
Iiópaskers. Sjötíu ára gamall maður,
blindur, dó úr krabbameini i maga.
Hafði einkenni í 5—6 vikur, áður en
hann dó. Maður um fimmtugt skorinn
á Akureyri vegna magakrabba, og voru
meinvörp að byrja að myndast. Er við
allgóða heilsu 8 mánuðum eftir skurð-
aðgerð.
Þórshafnar. 3 nýir sjúklingar bætt-
ust við á árinu. 75 ára bóndi dó úr
ca. ventriculi á Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri. 2 konur, 53 og 47 ára,
voru sendar á V. deild Landsspítalans
til meðferðar vegna ca. colli uteri.
Vopnafj. í júli leitaði til mín kona,
58 ára gömul, með herzli í brjósti, sem
grunsamlegt þótti. Sendi ég konuna á
Landsspítalann. Var þar gerð á henni
radikal aðgerð, enda reyndist herzlið
cancer.
Norður-Egilsstaða. Að minnsta kosti
3 létust úr krabbameini á árinu.
Austur-Egilsstaða. Vitað um 2 til-
felli af ca. ventriculi.
Seyðisfj. Um haustið sendi ég 65 ára
gamla konu til Reykjavikur með subi-
leus. Var hún skorin í Landsspítalan-
um og reyndist hafa tumor í colon.
Sjúklingurinn dó.
Eskifj. Af 3 skráðum létust 2 fyrir
árslok. Hinn þriðji, 65 ára karl með
ca. labii inferioris recid. Hafði áður
fengið radium og/eða Rg-meðferð.
Æxlið var mjög stórt og ulcererað,
þegar hann kom til læknis. Skorið
burt á Norðfjarðarspítala. Greri vel.
Búða. Einn nýr sjúklingur bættist
við á árinu, karlmaður, fæddur 1900.
Var búinn að ganga með mjög stækk-
að hægra eista í mörg (17?) ár án
teljandi óþæginda. Var sendur á Norð-
fjarðarsjúkrahús og skorinn þar.
Vefjarannsókn sýndi seminoma.
Vestmannaeyja. Skráðir voru 16
virkir sjúklingar, og er það meira en
áður hefur tíðkazt, enda dauðsföli
með allra mesta móti, eða 10, 5 konur
og 5 karlar. Innanhéraðs dóu 6, en
utan, á sjúkrahúsum í Reykjavik, 4.
Konurnar dóu úr krabba í skjöldung
(2), lifur (1), brisi (1) og þvagblöðru
(1) . Karlarnir dóu úr krabba í maga
(2) , munni (1), lungum (1) og lifur
(1). Auk þessara virku sjúklinga, sem
skráðir voru, er vitað um 13 manns
á iífi, óvirka, sem haft hafa krabba-
mein, en tekizt að lækna, að því er
virðist, fyrir allt að 18 árum.
Hvols. Ekkert dauðsfall á árinu
vegna krabbameins. Einn karlmaöur,
fæddur 21/3 1898, kemur inn á skrá
um krabbameinssjúklinga. Er þar um
að ræða ca. ventriculi. Sjúklingurinn
gekk undir aðgerð á Landsspitalanum
seint í júlímánuði. Meinvörp fundust
í eitlum í báðum omenta. Gerð var
resectio ventriculi.
Hellu. 2 konur, sem getið er í árs-
skýrslu 1956, létust á þessu ári, önnur
með ca. vesicae, hin með ca. vulvae.
Aldraður bóndi lézt af völdum ca.
ventriculi cum metastasibus hepatis.
4 ára stúlkubarn fékk skyndilega sára
þraut í vinstra handlegg. Röntgen-
mynd sýndi defekta í vinstra humerus
og periostal reaktion. Talsverð anae-
mia. Rannsókn á Landsspitalanum
leiddi i Ijós leuchaemia acuta lympha-
tica. Aldraður bóndi reyndist hafa ca.
prostatae, og öldruð kona ca. oesophagi.
Laugarás. Karlmaður með ca. ven-
triculi lézt á árinu af völdum meins-
ins. Kona með ca. mammae gekk und-
ir skurðaðgerð í fæðingardeild Lands-
spitalans á árinu. Önnur kona ein-
kennalaus fjórum árum eftir skurðað-
gerð við sams konar meinsemd.