Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1957, Blaðsíða 96

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1957, Blaðsíða 96
1957 — 94 — blöðrukrabba. Hinn þriðji, sá, er skráður var á árinu, kom til mín í byrjun júní. Var hann strax sendur til Siglufjarðar. Röntgenmynd sýndi mik- inn krabba í maganum. Fljótlega fékk hann ileuseinkenni, og kom í ljós, að hann hafði einnig æxli í endaþarmi, sem lokaði, og dó hann eftir mitt sumar. Akureyrar. Dáið hafa 24 sjúklingar úr illkynja æxlum, þar af 12 innan- héraðs- og 12 utanhéraðsmenn. Grenivíkur. 1 kona með krabbamein i brjósti. Fékk viðeigandi meðferð. Breiðumýrar. 6 sjúklingar á skrá, þar af 2 nýir. 4 sjúklinganna dóu á árinu, og 1 er á niðurleið. Húsavíkur. 3 sjúklingar dóu á árinu. Höfðu dvalizt á Landsspítalanum, en án árangurs. 74 ára kona með ca. ventriculi send á sjúkrahúsið á Akur- eyri og dó þar. 3 sjúklingar lágu um áramótin illa haldnir. Iiópaskers. Sjötíu ára gamall maður, blindur, dó úr krabbameini i maga. Hafði einkenni í 5—6 vikur, áður en hann dó. Maður um fimmtugt skorinn á Akureyri vegna magakrabba, og voru meinvörp að byrja að myndast. Er við allgóða heilsu 8 mánuðum eftir skurð- aðgerð. Þórshafnar. 3 nýir sjúklingar bætt- ust við á árinu. 75 ára bóndi dó úr ca. ventriculi á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri. 2 konur, 53 og 47 ára, voru sendar á V. deild Landsspítalans til meðferðar vegna ca. colli uteri. Vopnafj. í júli leitaði til mín kona, 58 ára gömul, með herzli í brjósti, sem grunsamlegt þótti. Sendi ég konuna á Landsspítalann. Var þar gerð á henni radikal aðgerð, enda reyndist herzlið cancer. Norður-Egilsstaða. Að minnsta kosti 3 létust úr krabbameini á árinu. Austur-Egilsstaða. Vitað um 2 til- felli af ca. ventriculi. Seyðisfj. Um haustið sendi ég 65 ára gamla konu til Reykjavikur með subi- leus. Var hún skorin í Landsspítalan- um og reyndist hafa tumor í colon. Sjúklingurinn dó. Eskifj. Af 3 skráðum létust 2 fyrir árslok. Hinn þriðji, 65 ára karl með ca. labii inferioris recid. Hafði áður fengið radium og/eða Rg-meðferð. Æxlið var mjög stórt og ulcererað, þegar hann kom til læknis. Skorið burt á Norðfjarðarspítala. Greri vel. Búða. Einn nýr sjúklingur bættist við á árinu, karlmaður, fæddur 1900. Var búinn að ganga með mjög stækk- að hægra eista í mörg (17?) ár án teljandi óþæginda. Var sendur á Norð- fjarðarsjúkrahús og skorinn þar. Vefjarannsókn sýndi seminoma. Vestmannaeyja. Skráðir voru 16 virkir sjúklingar, og er það meira en áður hefur tíðkazt, enda dauðsföli með allra mesta móti, eða 10, 5 konur og 5 karlar. Innanhéraðs dóu 6, en utan, á sjúkrahúsum í Reykjavik, 4. Konurnar dóu úr krabba í skjöldung (2), lifur (1), brisi (1) og þvagblöðru (1) . Karlarnir dóu úr krabba í maga (2) , munni (1), lungum (1) og lifur (1). Auk þessara virku sjúklinga, sem skráðir voru, er vitað um 13 manns á iífi, óvirka, sem haft hafa krabba- mein, en tekizt að lækna, að því er virðist, fyrir allt að 18 árum. Hvols. Ekkert dauðsfall á árinu vegna krabbameins. Einn karlmaöur, fæddur 21/3 1898, kemur inn á skrá um krabbameinssjúklinga. Er þar um að ræða ca. ventriculi. Sjúklingurinn gekk undir aðgerð á Landsspitalanum seint í júlímánuði. Meinvörp fundust í eitlum í báðum omenta. Gerð var resectio ventriculi. Hellu. 2 konur, sem getið er í árs- skýrslu 1956, létust á þessu ári, önnur með ca. vesicae, hin með ca. vulvae. Aldraður bóndi lézt af völdum ca. ventriculi cum metastasibus hepatis. 4 ára stúlkubarn fékk skyndilega sára þraut í vinstra handlegg. Röntgen- mynd sýndi defekta í vinstra humerus og periostal reaktion. Talsverð anae- mia. Rannsókn á Landsspitalanum leiddi i Ijós leuchaemia acuta lympha- tica. Aldraður bóndi reyndist hafa ca. prostatae, og öldruð kona ca. oesophagi. Laugarás. Karlmaður með ca. ven- triculi lézt á árinu af völdum meins- ins. Kona með ca. mammae gekk und- ir skurðaðgerð í fæðingardeild Lands- spitalans á árinu. Önnur kona ein- kennalaus fjórum árum eftir skurðað- gerð við sams konar meinsemd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.