Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1957, Page 169
1957
— 167 —
sér. Hafði verið mjög drykkfelld.
Var drukkin að kveldi, en er dótt-
ir hennar kom heim til hennar
morguninn eftir, fann hún móður
sina látna í baðkeri, sem var fullt
af vatni, og' rann heitt vatn í
kerið. Miklar brunablöðrur fund-
ust á likinu, og var yfirhúðin
dottin af á stórum svæðum. í blóði
fannst 0,91%» alkóhól. Ályktun: Af
upplýsingum lögreglunnar og því,
sem fannst við krufningu, virðist
augljóst, að konan hafi sofnað
drukkin i baðkerinu, brennzt af
heitu vatni og látizt af afleiðing-
um brunans.
35. 20. júlí. Nýfætt meybarn. Var allt-
af bláleitt eftir fæðingu, kast-
aði upp korglituðu magainnihaldi
og dó, daginn eftir að það fædd-
ist. Ályktun: Við krufningu fannst
stórt op á milli hægra og vinstra
framhólfs hjarta, þannig að heita
mátti, að skilrúmið þar á milli
vantaði alveg. Þetta hefur truflað
stórkostlega blóðrás hjartans, og
er vanalegt, að slík börn lifi rnjög
stutt.
30- 20. júlí. J. S.-son, 67 ára. Varð
skyndilega illt á gistihúsi i Reykja-
vík og lézt, áður en læknir kom
til hans. Álvktun: Við krufningu
fundust mjög miklar breytingar í
kransæðum hjarta. Önnur grein
vinstri kransæðar var algerlega
lokuð rétt uppi undir upptökum,
og var þar fersk blóðstorka; er
sýnilegt, að maðurinn hefur dáið
af snöggri blóðrásartruflun þar.
En hin grein sömu kransæðar var
einnig mikið kölkuð og þrengd,
og hægri kransæð var einnig mjög
mikið kölkuð. Sýnilegt er, að
bjartað liefur lengi liðið undir lé-
legri blóðrás, og sást það á hjarta-
vöðvanum, sem var orðinn flekk-
fj__ óttur af blóðleysi.
• 1. ágúst. J. Á.-son, 33 ára. Var sleg-
inn niður og varð meðvitundar-
laus strax á eftir. Komst aldrei til
fænu og andaðist 2 dögum seinna.
Ályktun: Við krufningu fannst
mikil blæðing milli beins og heila-
basts vinstra megin utan á heil-
anum. Hafði a. meningea media
sprungið þarna, en sú sprunga
stafað af höggi, sem maðurinn
hefur fengið vinstra megin og
framan til á gagnaugasvæðið, þar
sem allmikið var undir höfuð-
sverðinum. Brotið í kúpubotni
vinstra megin hefur einnig stafað
frá þessu höggi. Annað högg hef-
ur maðurinn fengið aftan á hvirf-
ilsvæðinu hægra megin, og út frá
því höggi hefur komið sprungan,
sem var hægra megin á kúpu-
botni. Þriðja höggið hefur maður-
inn fengið á hægra auga, og út frá
því liefur komið sprungan i augn-
þaki ennisbeins hægra megin.
Banaineinið hefur verið blæðing
inilli heilabasts og beins út frá
sprungunni á æðinni, ásamt mar-
inu neðan á lieilanum, sem einnig
hefur átt sinn þátt í dauða manns-
ins.
38. 13. ágúst. B. G.-son, 37 ára. Fannst
örendur heima hjá sér. Ályktun:
Við krufningu fannst heilablæð-
ing (subarachnoideal), sem hefur
orðið manninum að bana. Hann
hefur verið drukkinn, er hann lézt
(í blóði 1,62%»).
39. 15. ágúst. S. S.-son, 10 ára. Veikt-
ist, tveim sólarhringum áður en
hann dó, með hita, 38—39°, verkj-
um i kvið og uppköstum. Er lækn-
ir kom, var drengurinn dáinn.
Ályktun: Við krufningu fannst
bráð hjartaloku- og hjartavöðva-
bólga, sem mun hafa leitt dreng-
inn til dauða. Greinilegt virðist,
að sjúkdómurinn muni hafa stað-
ið lengur en upplýsingar læknis
gefa til kynna.
40. 9. september. H. H.-son, 51 árs.
Hafði verið lijartaveill um langt
skeið, en gekk samt til vinnu.
Veiktist skyndilega við vinnu sina,
tók sér bíl, en dó á leiðinni heim.
Ályktun: Við krufningu fannst al-
ger lokun á annarri aðalgrein
(ramus descendens) vinstri krans-
æðar hjarta. Þessi lokun var görnul
og æðin full af gömlum, kölkuð-
um blóðkekki. Hægri kransæð vat'
kölkuð, með athcromblettum, en
ckki áberandi þröng. Hefur mað-
urinn tengi lifað á lélegu sam-