Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1957, Blaðsíða 75
— 73 —
1957
Norður-Egilsstaða. Enginn faraldur
á árinu.
Dakkagerðis. Smáfaraldur gekk í
nóvember og desember.
Seyðisfí. Stakk sér niður flesta mán-
uði ársins.
Eskifí. Aldrei faraldur.
Búða. Gekk allt árið. Flest tilfellin
væg, en þó var í nokkur skipti um
ígerð að ræða.
Víkur. Nokkur tilfelli flesta mánuði
ársins.
Vestmannaeyja. Mest i april og mai.
Laugarás. Flest tilfelli i apríl—mai.
Eyrarbakka. Nokkur tilfelli mánað-
arlega allt árið.
Hafnarfí. Viðloða allt árið.
2. Kvefsótt
(catarrhus respiratorius acutus).
Töflur II, III og IV, 2.
1953 1954 1955 1956 1957
Sjúkl. 22828 27438 25008 21929 16738
Dánir 3 3 7 7 2
Faraldur má heita að lcvefsótt í jan-
úarmánuði og er þá víða skráður sem
•nflúenza, en sú sjúkdómsgreining
mun vafasamari. Að öðru leyti er út-
breiðsla kvefsóttarinnar jöfn, lítið far-
aldurssnið á, og virðist árið hafa ver-
ið kvefár í minna lagi.
Akranes. Gerir nokkuð vart við sig
allt árið, en enginn verulegur faraldur
að henni.
Kleppjárnsreykja. Alltaf nokkur til-
(elli á mánaðarskrám.
Borgarnes. Töluvert i ársbyrjun, en
minnkaði í marz, og síðan nokkuð
jafnt árið út.
Flateyjar. Mikill faraldur i febrúar,
°g siðan viðloðandi mestallt árið.
Þingeyrar. Rakinn faraldur frá
aprílbyrjun fram á mitt sumar, en án
fylgikvilla.
Flateyrar. Gekk í ágúst og fram í
október, fremur væg.
Pjúpavikur. Nokkur tilfelli flesta
mánuði ársins.
Hólmavíkur. Gætir alla mánuði
arsins.
Hvammstanga. Mest bar á kvefi í
janúar og sem undanfara inflúenzunn-
ar (í ágúst).
Blönduós. Mjög litið bar á kvefsótt
um hásumarið, en talsvert bæði fyrstu
og síðustu mánuði ársins.
Höfða. Hefur stungið sér niður allt
árið, en aldrei neinn faraldur.
Sauðárkróks. Gekk sem faraldur um
áramót 1956—57 og fram í marz.
Ólafsfí. Tiltölulega fá tilfelli í jan-
úar, febrúar, september og október.
Akureyrar. Slæmur faraldur í jan-
úarmánuði með mörgum kveflungna-
bólgutilfellum. Aðra mánuði ársins
svipað venju.
Grenivikur. Gengur yfir i öldum,
mest um hana í janúar, febrúar, maí
og desember.
Breiðumýrar. í janúar gekk mjög
illkynjuð kvefsótt um allar sveitir hér,
einkum í börnum og unglingum.
Fylgdi mikill hiti, yfirleitt um og yfir
40°, bronchitis nær alls staðar og ó-
venjumörg tilfelli af otitis. Veikin yfir-
leitt langstæð, nema gefin væru anti-
biotica og helzt alveg í byrjun. Er
þetta langversta sótt þessarar tegund-
ar, sem ég hef komizt í kast við.
Þórshafnar. Viðloðandi allt árið.
Faraldur i janúar, maí og júni.
Vopnafí. Faraldur í janúar.
Norður-Egilsstaða. Vægir faraldrar
framan af árinu.
Austur-Egilsstaða. Eins og oft flesta
mánuði ársins.
Bakkagerðis. Mjög algeng.
Seyðisfí. Gerði vart við sig alla
mánuði ársins að venju, en enginn
verulegur faraldur.
Eskifí. Slæmur faraldur i ársbyrjun.
Búða. Eins og oftast áður meira og
minna áberandi allt árið.
Víkur. Allmikið um kvef á árinu.
Vestmannaeyja. Með meira móti,
mest í janúar, framhald af desember-
faraldrinum á fyrra ári. Mörg lungna-
bólgutilfelli fylgdu í kjölfarið, en öll-
um batnaði.
Laugarás. Tilfelli dreifðust nokkuð
jafnt yfir árið, þó flest i janúar.
Eyrarbakka. Kvef einhvers staðar
allt árið. Mest bar á því tvo fyrstu
mánuði ársins.
Hafnarfí. Nokkurn veginn jafntíð i
öllum mánuðum ársins.
10