Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1957, Blaðsíða 90
1957
— 88
voru me'ð berklaprófi og litlum rönt-
gentækjum í 14 læknishéruðum, fund-
ust að þessu sinni 2 sjúklingar, sem
taldir voru með virka berklaveiki,
annar þeirra var áður kunnur og hafði
verið i meðferð vegna sjúkdómsins.
Hinn (0A%° af hinum rannsökuðu)
var áður óþekktur. Heildarrannsókn
var gerð á íbúum í Kelduhverfi í N.-
Þingeyjarsýslu (Kópaskershéraði), en
þar hafði komið upp berklasmitun og
sýking haustið áður. 1 héraðinu voru
alls rannsakaðir 669 manns með
berklaprófi og röntgen. Hafði héraðs-
læknirinn lokið berklaprófsrannsókn,
áður en röntgenrannsóknin hófst.
Enginn fannst með virka berklaveiki
við rannsóknina. í Þórshafnarhéraði
var einnig framkvæmd heildarrann-
sókn með sama fyrirkomulagi og í
Kópaskershéraði. Alls voru 477 manns
rannsakaðir, og fannst enginn virkur
berklasjúklingur við þá skoðun.
í Reykjavík var tuberkulinprófun-
um haldið áfram í framhaldsskólum
á sama hátt og á undanförnum árum.
Við berklapróf á skólabörnum í
Keflavík (notað Moro-heftiplásturs-
próf) kom að þessu sinni fram ó-
venjuleg svörun. Af 573 börnum á
aldrinum 7—12 ára, sem höfðu ekki
svarað jákvætt áður við berklapróf,
svöruðu nú 99, eða 17,3%. Svaranir
þessar voru mjög vægar og óljósar. Öll
þessi börn voru berklaprófuð á ný, en
með sama árangri. Ekkert þeirra sýndi
cinkenni berklasjúkdóms, og við rönt-
genrannsókn á berklavarnastöðinni i
Reykjavík fannst ekkert óeðlilegt.
Virðist hér eigi vera um venjulega
berklasmitun að ræða, heldur smitun
af sýklum skyldum berklabakteríunni
(mycobacterium apathogenum), en
eins og kunnugt er frá öðrum lönd-
um, geta þær einmitt valdið slíkum
svörunum. Er því hér um nýtt rann-
sóknarefni að ræða. Af þessum sökum
er árangur af berklaprófunum skóla-
barna í Keflavík numinn burt úr
skýrslunni um berklapróf á þessu ári.
Akranes. Enginn sjúklingur ný-
skráður á árinu. Endurskráður sjúk-
lingur með empyema tbc.
Borgarnes. Sjúklingar sömu og fyrra
ár. Moropróf neikvætt á skólabörnum,
nema einni aðkomustúlku.
Flateyjar. í berklabók hefur ekki
verið skráð síðan 1942 nema fyrir árið
1952, en það ár mun siðasta nýsmitun
hafa átt sér stað i héraðinu.
Patreksfj. 1 kona með tbc. renis.
Fær lyfjameðferð til undirbúnings
nephrectomiae.
Þingeyrar. Maður um þritugt kom
hér til rannsóknar síðast liðið haust
vegna langvarandi kvefs og slappleika.
Röntgenmynd leiddi í ljós sár í vinstra
lunga og mikla bólgu. Sýklar í hráka
við beina sniásjárrannsókn. Var strax
sendur á hæli. Víðtæk rannsókn var
gerð á þeim, er hann umgekkst mest.
ÖIl börn þorpsins voru berklaprófuð
tvisvar með nokkurra vikna millibili,
en engin ný smitun kom fram innan-
héraðs. Hins vegar kom í ljós, að 2
drengir úr Reykjavik, er dvalizt liöfðu
á heimili þessa manns um sumarið,
höfðu berklaútkomu við skólaslcoðun
um haustið. Einn sjúklingur fær loft-
brjóstsaðgerð mánaðarlega.
Flateyrar. 2 sjúklingar blásnir á
árinu. Enginn nýr skrásettur.
Bolungarvíkur. Skráðir eru nú 6
sjúklingar, og af þeim er aðeins einn,
sem ekki hefur verið skráður áður.
Það var 57 ára gamall karlmaður, sem
við smásjárskoðun á hráka reyndist
hafa mikið af sýruföstum stöfum. Var
hann þegar sendur suður á Vífilsstaða-
hæli. Athugun á sonarbörnum og ætt-
ingjum reyndist neikvæð. Tel ég lík-
legast, að þessi maður hafi smitazt af
konu sinni, sem dó úr bráðatæringu
á Sjúkrahúsi ísafjarðar 1949.
ísafj. Á berklaskrá eru 6, þar af 4
skráðir á árinu, og voru sendir á Víf-
ilsstaði. Allir nemendur skólanna voru
berklaprófaðir, en engin nýsmitun
kom fram.
Súðavíkur. Berklaveiki varð ekki
vart á árinu, en um áramótin fóru 2
sjúklingar á Sjúkrahús ísafjarðar með
væg einkenni pleuritis.
Hólmavikur. Enginn berklasjúkling-
ur er nú skráður í héraðinu.
Blönduós. Má heita útrýmt, því að
enginn var skráður með virka berkla
i ársbyrjun, en á árinu fékk kona, 28
ára gömul og tveggja barna móðir,