Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1957, Side 152

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1957, Side 152
1957 — 150 4. Húsakynni og þrifnaður. Rvík. í Reykjavík var lokið bygg- ingu 245 íbúðarhúsa og aukning gerð á 67 eldri húsum. Samanlögð aukning á ibúðarhúsnæði nam 33683,9 m2, eða 331621,0 m3. í húsum þessum eru alls 935 íbúðir og skipting þeirra eftir lierbergjafjölda, auk eldhúss, sem hér segir: 1 herbergi 4, 2 herbergi 125, 3 herbergi 215, 4 herbergi 361, 5 her- bergi 165, 6 herbergi 44, 7 herbergi 18, 8 herbergi 3. Auk þess hafa verið byggð 69 einstök herbergi. Auk nefndra húsa var iokið við byggingu 24 iðnaðar-, verzlunar- og verksmiðju- og vörugeymsluliúsa, samtals 7178,7 m2, 2 félagsheimila samtals 5366 m2, 8 stálgrindarhúsa samtals 3441,5 m2, stækkun á sjúkrahúsum (Landsspital- inn og Landakot) samtals 97,7 m2, 169 bílskúra, geymslna o. fh, og stækkun 8 eldri skúra samtals 7543,1 m2. Alls liafa þá verið byggðir: 47676,3 m2 af steinhúsum 1368,7 — - timburhúsum 3441,5 — - stálgrindarhúsum Samt. 52486,5 m2. Nú eru í smíðuin auk stórhýsa, svo sem Bæjarsjúkrahússins, stækkunar Landsspítala og Landakotsspitala, 1598 íbúðir, og eru rúmlega 900 þeirra fokheldar eða meira. Á árinu var haldið áfram skráningu íbúðarhús- næðis í Reykjavík. Framkvæmdar voru 209 húsnæðisskoðanir samkvæmt beiðni íbúanna og gefin út vottorð um ástand húsnæðisins. Flestar eru beiðn- ir þessar um skoðun á íbúðum í her- skálum, kjöllurum og skúrum, og er um þær beðið aðallega í sambandi við umsóknir um íbiiðir eða um lán til íbúðarbygginga. Að tilhlutan heil- brigðiseftirlitsins voru hreinsaðar 678 lóðir, þar af hreinsuðu vinnuflokkar 312. Rifnir voru 18 herskálar og 58 skúrar. Á vegum lóðahreinsunarinnar var ekið 760 bílhlössum af rusli á haugana, þar af 139 úr herskálahverf- um. Útisalerni við íbúðarhús voru 60. Fjöldi útisalerna alls er því 220, og hefur þeim fækkað um 31 á árinu. Sorphreinsun var framkvæmd viku- lega eins og áður, nema frá matsölu- stöðum og sjúkrahúsum o. fl. er hreinsað tvisvar í viku. í notkun voru í árslolc 16080 sorpílát, og hafði þeim því fjölgað um 1015 á árinu. Ekið var á sorphaugana 19516 bílförmum af sorpi. Teknir voru i notkun 2 nýir sorpbiiar á árinu, en gamall bill tek- inn úr umferð. Vegna þess hve hinir nýrri bílar eru stærri en hinir eldri, fjöigar bílförmum ekki i hlutfalli við aukningu sorpmagns. Sorpmagnið á árinu var um 118000 m3, og var þyngd þess álitin vera um 22000 smálestir. Framkvæmdir við byggingu sorpeyð- ingarstöðvar hófust í maimánuði. Voru byggingar svo til fokheldar í árslok, og uppsetning véla vel á veg komin. Búizt er við, að stöðin geti tekið til starfa næsta vor. Akranes. Byggingarframkvæmdir heldur minni en undanfarið. í smíð- um voru á árinu 73 hús með 120 í- búðum. Af þessum íbúðum voru 29 komnar svo langt áleiðis, að flutt var í þær. Byrjað var á byggingu 15 þess- ara húsa á árinu með 24 íbúðum. Húsnæðiseklu mun ekki hafa gætt verulega. Borgarnes. Byggð eru ný hús, bæði í sveit og i kauptúni, ár hvert. Flatei/jar. Brunnar lélegir og neyzlu- vatn úr þeim lítt hæft. Fráræsla frá húsum og ýmiss annar þrifnaður ekki í því ástandi, sem vera þyrfti. Húsa- kynni og þrifnaður mega heita i sæmi- Iegu lagi í báðum hreppum. í Flatey er aðeins eitt íbúðarhús úr steini og' ekki fullgert. Flestir nota oliuljós, að- eins örfá hús fá rafmagn til ljósa frá rafvél kaupfélagsins. Flest húsin eru oliukynt og upphitun góð. Patreksfj. Hafin bygging nýs barna- skóla á Patreksfirði. Hraðfrystihús i Tálknafirði endurbygg't, eftir að það brann á útmánuðum. Eitt íbúðarhús byggt á Patreksfirði. Tvö ný íbúðar- liús fuligerð í Barðastrandarlireppi- Eitt íbúðarhús í byggingu i Rauða- sandshreppi og unnið að ýmsum bygg- ingum við Vistheimilið i Breiðuvik. Þrifnaður í góðu lagi, þrátt fyrir slæmar aðstæður sums staðar. Boliingarvikur. Mikið var byggt á árinu, og sýnir það máske betur en
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.