Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1957, Qupperneq 82
1957
— 80 —
Enn er tortryggilega mikið skráð af
heilasótt, þó að ekki sé svo úrskeiðis
sem ó síðast liðnu ári. Sannast mála
er, að svo mikið er á sveimi ekki að-
eins af heilablæstri, heldur ýmiss
konar óskýrgreindri heilahimnubólgu
og marg'víslegri heilahimnuertingu, að
mjög varlega verður að skrá ótviræða
heilasótt, ef ekki er beinlínis stuðzt
við óreiðanlega sóttkveikjurannsókn.
Segja verður eins og er, að á heila-
sóttarskráningu síðast liðinna ára er
lítið sem ekkert mark takandi.
Akranes. 3 tilfelli skráð í apríl og
batnaði öllum.
Blönduós. Skráð 4 sinnum i júlí. Þar
var um að ræða 2 krakka á sama bæ
og aðra 2 á nágrannabæjum í annarri
sveit. Einkennin voru hár hiti þegar
í byrjun með allmiklum höfuðverk og
hnakkarig. Batnaði brátt við achro-
mycin. Ekki skal það fullyrt, að hér
hafi verið um reglulega meningo-
kokkasmitun að ræða, því að börnin
voru uppi í sveit, og ekki var gerð á
þeim mænustunga, en alls konar heila-
einkenni gera nú öðru hverju vart við
sig, án þess að unnt sé að skipa þeim
greinilega í sérstakan flokk. Getur þar
verið um að ræða heilahimnubólgu,
heilasótt eða mænusótt, án þess að
veikin komist á það stig, að sérkennin
komi greinilega fram, enda koma
sennilega fram nýir veirustofnar, sem
gefa nýjar sjúkdómsmyndir. Hef ég
þar m. a. i huga mænusóttarfaraldur-
inn, sem stakk sér hér niður 1946 og
var miklu þrautameiri en mænusótt
er venjulega og var illkynjaður. Meina-
fræðingarnir í Reykjavik, sem rann-
sökuðu miðtaugakerfi hinna dánu,
vildu kalla þetta afbrigði polioence-
phalo-myelo-meningitis. Það fengu þá
fjórir í Blönduóshéraði, og eru 2
þeirra með allmiklar lamanir síðan.
Einnig hef ég séð hér tilfelli með
nokkrum hita, sárum höfuðkvölum og
hnakkaríg, sem ekki hafa staðið nema
2—3 daga, en valdið langvarandi sleni
til andlegrar og líkamlegrar vinnu.
Það væri fróðlegt að fá sem víðast að
lýsingar á þessum meira eða minna
dutarfullu sjúkdómsafbrigðum.
Seyðisfj. Talið, að 5—10 ára stúlku-
barn hafi fengið heilasótt.
Búffa. Stúlka um fimmtugt varð
fyrir vosi og nokkrum hrakningi,
skömmu áður en einkenni komu í
ljós. Achromycin var gefið í stórum
skömmtum með góðum árangri.
Hafnarfj. 1 tilfelli skrásett. Batnaði
við antibiotica-meðferð.
12. Mislingar (morbilli).
Töflur II, III og IV, 12.
1953 1954 1955 1956 1957
Sjúkl. 396 6573 1214 7 12
Dánir 1 7 „ „ „
Stingur sér niður í 3 héruðum
(Rvík, Borgarnes og Keflavíkur), án
þess að frekari grein sé gerð fyrir.
13. Hvotsótt (myositis epidemica).
Töflur II, III og IV, 13.
1953 1954 1955 1956 1957
Sjúkl. 155 100 214 143 967
Dánir „ „ „ „ „
Síðan 1951, er hinn mikli hvotsótt-
arfaraldur gekk um landið, hefur sótt
þessi annað tveggja legið í landi eða
borizt hingað árlega. Hafa milli 100
og 200 tilfelli verið skráð á hverju ári
síðan, oftast smáfaraldrar hér og þar
um land. í ágúst—október þessa árs
færist sótt þessi allmjög í aukana, og
má heita faraldur um allt Vesturland,
á nokkrum stöðum austanlands og
reyndar einnig í Reykjavik og grennd.
Læknar gefa nú meira og meira gaum
ýmiss konar fylgjum þessa kvilla, sem
þá verður ekki allur, þar sem hann
er séður.
Akranes. Faraldur kom upp af henni
í ógúst, og er hún þá mikið útbreidd
og eins í næsta mánuði, en deyr svo
út i október.
Borgarnes. Nokkur tilfelli i septem-
ber (ekki skráð).
Patreksfj. Faraldur i október og
nóvember.
Þingeyrar. Kom hér upp i júlí> e®a
ef til vill síðara hluta júnímánaðar.
Sumir þungt haldnir með sárum verkj-
J