Studia Islandica - 01.06.1963, Qupperneq 31

Studia Islandica - 01.06.1963, Qupperneq 31
29 guðanna (Adonis, Attis). En að einu leyti er meginmun- ur á þessum hugmyndum. Hinir austrænu árguðir voru alltaf látnir deyja og lifna aftur. En Freyr var alltaf tign- aður sem lifandi guð, er ekki á að deyja fyrr en í ragnarök- um. Ég get því ekki fallizt á þá skoðun, að Freyr sé upp- haflega hinn austræni árguð í norrænum búningi. Miklu eðlilegra er að skýra líkingu þeirra á þann hátt, að dýrk- un beggja sé sprottin upp úr svipuðum jarðvegi. Það eru blót þeirra, sem jörðina yrkja, til að efla ár og frið. V FREYJA — DÍS Af íslenzkum heimildum og örnefnum er ljóst, að Freyja hefur verið blótuð um öll Norðurlönd. En hvergi eru til nákvæmar lýsingar á dýrkun hennar. Þegar Snorri hefur sagt frá dauða Freys í Ynglingasögu, bætir hann við: „Freyja hélt þá upp blótum, því að hún ein lifði þá eftir goðanna, og varð hún þá in frægsta, svo að með hennar nafni skyldi kalla allar konur tignar, svo sem nú heita frúvur. Svo hét og hver freyja yfir sinni eigu, en sú húsfreyja, er bú á. Freyja var heldur marglynd. Óður hét bóndi hennar. Dætur hennar hétu Hnoss og Gersimi. Þær eru fagrar mjög.“ 1 f Snorra-Eddu er víða minnzt á Freyju. Þar segir meðal annars um hjónaband Freyju og Óðs: „Hún giftist þeim manni, er Óður heitir.... Óður fór í braut langar leiðir, en Freyja grætur eftir, en tár hennar er gull. Freyja á mörg nöfn, en sú er sök til þess, að hún gaf sér ýmis heiti, er hún fór með ókunnum þjóðum að leita Óðs.“ 2 Freyja er einnig kölluð Óðs mey í Völuspá, Óðs beðvina hjá Einari Skúlasyni og Óðs vina í Hyndlu- ljóðum.3 Þar kemur glöggt fram marglyndi Freyju: 1 Heimskringla, Yngl.s., 10. kap. 2 Snorra-Edda, Gylfaginning, 34. kap. 3 Nafn Óðs í Hyndluljóðum kemur þó aðeins fyrir samkvæmt lagfærðum texta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Studia Islandica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.