Studia Islandica - 01.06.1963, Blaðsíða 34

Studia Islandica - 01.06.1963, Blaðsíða 34
32 kölluð var dís. Frá fornu fari hefur verið haldinn mark- aður í Uppsölum, sem hefst eftir fyllingu þorratungls ár hvert. Heitir hann enn Distingen, sem talið er, að sé af- bökun úr orðinu dísaþing eða dísarþing. Dísaþing er líka nefnt í hinum fornu Upplendingalögum. Orðið dísaþing, sem haft er um þennan markað Svía, sýnir ljóslega, að hann hefur í upphafi verið haldinn í sambandi við dísa- blót. Snorri Sturluson er líka til vitnis um, að kaupstefna, þing og blót allra Svía áttu samleið í upphafi. Snorri segir svo frá: ,,í Svíþjóðu var það forn landssiður, meðan heiðni var þar, að höfuðblót skyldi vera að Uppsölum að gói. Skyldi þá blóta til friðar og sigurs konungi sínum, og skyldu menn þangað sækja um allt Svíaveldi. Skyldi þar þá og vera þing allra Svía. Þar var og þá markaður og kaupstefna og stóð viku. En er kristni var í Svíþjóð, þá hélzt þar þó lögþing og markaður.“ 1 Síðan getur Snorri þess, að markaðstíminn hafi verið færður aftur. Ef til- færslan nemur einum mánuði, eins og líklegast er, þar sem markaðstíminn var miðaður við tunglfyllingu, hefur markaðurinn áður verið á tímabilinu frá 23. febrúar til 31. marz. En þá voru vorjafndægur 15. marz samkvæm júli- anska tímatalinu.2 Varla þarf því að efa, að það er sama hátíðin, sem Adam og Snorri lýsa. Það er því líklegast, að Svíar hafi haldið sameiginleg blót í Uppsölum á hverju ári, þótt mest hátíðahöld væru þar á níu ára fresti. Dísablót eða dísarblót hljóta einhvern tíma að hafa verið meginþáttur í þessum hátíðahöldum, fyrst bæði þing og kaupstefna fengu nafn af þeim. Samt mundi þykja var- hugavert að halda því fram, ef ekki væru fleiri heimildir því til styrktar. 1 Ynglingasögu segir um Aðils, einn af fornkonungum Svia: „Aðils konungur var að dísablóti og reið hesti um dísarsalinn. Hesturinn drap fótum undir honum og féll og konungur af fram, og kom höfuð hans 1 Heimskringla, Ól.s. helga, 77. kap. 2 Nat. Beckmann: Distingen, Studier tillágnade E. Tegnér 1918, bls. 200—208.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.