Studia Islandica - 01.06.1963, Blaðsíða 68

Studia Islandica - 01.06.1963, Blaðsíða 68
64 því að hann álíta þeir mestan guðanna. En fanganum blóta þeir ekki aðeins með því að slátra honum, heldur hengja þeir hann á tré, kasta honum í þyrnirunn eða drepa hann með öðrum hræðilegum píslum."1 Um svipað leyti skrifar Jordanes Gotasögu sína. Hann segir, að Gotar hafi komið frá eynni Scandza (Skáney), þar sem margar þjóðir búa. Meðal þeirra nefnir hann Gauthigoth (Gauta), sem eiga heima á vesturströndinni. Jordanes segir, að Gotar nefni forfeður sína, sem veiti þeim gæfu til sigurs, ekki aðeins menn, heldur hálfguði: það er Æsi (Anses). En greinilegast lýsir Jordanes dýrk- un Gota á herguðinum Mars, sem menn sögðu, að hefði fæðzt hjá þeim fyrir löngu. „Þennan Mars hafa Gotar ævinlega tignað með grimmilegum blótsiðum, því að stríðsfangar voru honum færðir að fórn í þeirri trú, að sigurgjafinn yrði helzt blíðkaður með mannablóði. Honum hétu þeir fyrsta stríðsfanganum, og honum til dýrðar hengdu þeir upp á tré herklæði þau, er þeir tóku af óvin- unum. Og hann hafði unnið lotningu þeirra fram yfir öll önnur goð, þar eð þeim virtist, að með því tignuðu þeir ættföðurinn sjálfan.“2 3 Lýsing Jordanesar á guðsdýrkun Gota er svo sam- hljóða frásögn Prokopiosar, að varla fer hjá því, að báðar lýsingarnar eigi við sömu þjóð eða að minnsta kosti við þjóðir, sem tigna sömu guði. Enda virðist Jordanes stund- um blanda saman Gautum og Gotum.:i Hitt virðist aftur á móti vafasamara, við hvaða guð er átt með nöfnunum Ares og Mars. Eins og minnzt hefur verið á, virðist Týr stundum hafa verið nefndur Mars í latneskum ritum. I fljótu bragði sýnist því sennilegast, að átt sé við hann. En Týr var ekki eini herguðinn meðal germanskra þjóða. Óðinn var það í enn ríkara mæli, þótt starfssvið hans 1 Sjá Baetke: Die Religion der Germanen in Quellenzeugnissen, Frankfurt am Main 1937, bls. 28, 3. útgáfa 1944, bls. 41—42. 2 Sjá Clemen, bls. 21. 3 Wessén I, bls. 5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.