Studia Islandica - 01.06.1963, Side 68

Studia Islandica - 01.06.1963, Side 68
64 því að hann álíta þeir mestan guðanna. En fanganum blóta þeir ekki aðeins með því að slátra honum, heldur hengja þeir hann á tré, kasta honum í þyrnirunn eða drepa hann með öðrum hræðilegum píslum."1 Um svipað leyti skrifar Jordanes Gotasögu sína. Hann segir, að Gotar hafi komið frá eynni Scandza (Skáney), þar sem margar þjóðir búa. Meðal þeirra nefnir hann Gauthigoth (Gauta), sem eiga heima á vesturströndinni. Jordanes segir, að Gotar nefni forfeður sína, sem veiti þeim gæfu til sigurs, ekki aðeins menn, heldur hálfguði: það er Æsi (Anses). En greinilegast lýsir Jordanes dýrk- un Gota á herguðinum Mars, sem menn sögðu, að hefði fæðzt hjá þeim fyrir löngu. „Þennan Mars hafa Gotar ævinlega tignað með grimmilegum blótsiðum, því að stríðsfangar voru honum færðir að fórn í þeirri trú, að sigurgjafinn yrði helzt blíðkaður með mannablóði. Honum hétu þeir fyrsta stríðsfanganum, og honum til dýrðar hengdu þeir upp á tré herklæði þau, er þeir tóku af óvin- unum. Og hann hafði unnið lotningu þeirra fram yfir öll önnur goð, þar eð þeim virtist, að með því tignuðu þeir ættföðurinn sjálfan.“2 3 Lýsing Jordanesar á guðsdýrkun Gota er svo sam- hljóða frásögn Prokopiosar, að varla fer hjá því, að báðar lýsingarnar eigi við sömu þjóð eða að minnsta kosti við þjóðir, sem tigna sömu guði. Enda virðist Jordanes stund- um blanda saman Gautum og Gotum.:i Hitt virðist aftur á móti vafasamara, við hvaða guð er átt með nöfnunum Ares og Mars. Eins og minnzt hefur verið á, virðist Týr stundum hafa verið nefndur Mars í latneskum ritum. I fljótu bragði sýnist því sennilegast, að átt sé við hann. En Týr var ekki eini herguðinn meðal germanskra þjóða. Óðinn var það í enn ríkara mæli, þótt starfssvið hans 1 Sjá Baetke: Die Religion der Germanen in Quellenzeugnissen, Frankfurt am Main 1937, bls. 28, 3. útgáfa 1944, bls. 41—42. 2 Sjá Clemen, bls. 21. 3 Wessén I, bls. 5.

x

Studia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.