Studia Islandica - 01.06.1963, Qupperneq 23

Studia Islandica - 01.06.1963, Qupperneq 23
21 Þessi þróun hefur einnig verið rakin eftir sænskum og norskum örnefnum. Bent hefur verið á, að þau örnefni í Sviþjóð, sem dregin eru af nafni Njarðar, séu eldri en þau, sem mynduð eru af nöfnum Freys og Freyju. Þetta sést bezt á því, að blótstaðir þeir, sem kenndir eru við Njörð, virðast hafa verið auðir og yfirgefnir, er kristni komst á.1 1 Noregi eru ömefni Njarðar með tvennu móti. Sum eru mynduð með eignarfalli goðsnafnsins, eins og Njarð- arhof og Njarðarheimur. Þau virðast vera minjar um blótstaði, er verið hafa miðstöðvar í fornu helgihaldi byggðanna. En við vesturströnd Noregs em nokkrar Njarðvíkur og Njarðeyjar, og þar við bætast tvær Njarð- víkur á Islandi. Þessi örnefni, sem mynduð em af stofni goðsnafnsins, em öll þannig í sveit sett, að líklegt er, að þau séu minjar um lendingarstaði, sem faldir vom umsjá siglingagoðsins.2 Það er þessi mynd af Nirði, sem meðal annars kemur fram í lýsingu hans í Gylfaginningu og sögunni um Njörð og Skaða. Því hefur verið haldið fram, að dýrkun Njarðar sem siglingaguðs sé aðeins frá síðustu tímum heiðni meðal vestur-norrænna þjóða. Gegn þessu mælir skoðun Axels Olriks, sem hefur fært mikilvæg rök fyrir því, að storm- guð Lappa, Biéka Galles, sé eftirmynd Njarðar. „Þennan hjáguð ákalla þeir, þegar þeir eru á fjalli með hreina- hjarðir sínar, að hann stilli storminn, sem grandar dýr- unum. Einnig heita þeir á hann á hafi úti, þegar þeir eru í lífshættu staddir í hvassviðri. Þá lofa þeir honum fórn- um á altari sínu.“ 3 Þess er einnig getið, að honum voru færðar bátafórnir. Olrik leiðir ýmis rök að því, að Lapp- ar hafi mótað guði sína eftir germönskum fyrirmyndum löngu fyrir víkingaöld. Og hann ber bátafórnir Lappa 1 Sjá Wessén II, bls. 5. 2 Sjá Magnus Olsen: Kultminder, bls. 58—61. 3 Sjá A. Olrik: Nordisk og lappisk gudsdyrkelse, Danske Stu- dier 1905, bls. 51.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Studia Islandica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.