Studia Islandica - 01.06.1963, Page 23

Studia Islandica - 01.06.1963, Page 23
21 Þessi þróun hefur einnig verið rakin eftir sænskum og norskum örnefnum. Bent hefur verið á, að þau örnefni í Sviþjóð, sem dregin eru af nafni Njarðar, séu eldri en þau, sem mynduð eru af nöfnum Freys og Freyju. Þetta sést bezt á því, að blótstaðir þeir, sem kenndir eru við Njörð, virðast hafa verið auðir og yfirgefnir, er kristni komst á.1 1 Noregi eru ömefni Njarðar með tvennu móti. Sum eru mynduð með eignarfalli goðsnafnsins, eins og Njarð- arhof og Njarðarheimur. Þau virðast vera minjar um blótstaði, er verið hafa miðstöðvar í fornu helgihaldi byggðanna. En við vesturströnd Noregs em nokkrar Njarðvíkur og Njarðeyjar, og þar við bætast tvær Njarð- víkur á Islandi. Þessi örnefni, sem mynduð em af stofni goðsnafnsins, em öll þannig í sveit sett, að líklegt er, að þau séu minjar um lendingarstaði, sem faldir vom umsjá siglingagoðsins.2 Það er þessi mynd af Nirði, sem meðal annars kemur fram í lýsingu hans í Gylfaginningu og sögunni um Njörð og Skaða. Því hefur verið haldið fram, að dýrkun Njarðar sem siglingaguðs sé aðeins frá síðustu tímum heiðni meðal vestur-norrænna þjóða. Gegn þessu mælir skoðun Axels Olriks, sem hefur fært mikilvæg rök fyrir því, að storm- guð Lappa, Biéka Galles, sé eftirmynd Njarðar. „Þennan hjáguð ákalla þeir, þegar þeir eru á fjalli með hreina- hjarðir sínar, að hann stilli storminn, sem grandar dýr- unum. Einnig heita þeir á hann á hafi úti, þegar þeir eru í lífshættu staddir í hvassviðri. Þá lofa þeir honum fórn- um á altari sínu.“ 3 Þess er einnig getið, að honum voru færðar bátafórnir. Olrik leiðir ýmis rök að því, að Lapp- ar hafi mótað guði sína eftir germönskum fyrirmyndum löngu fyrir víkingaöld. Og hann ber bátafórnir Lappa 1 Sjá Wessén II, bls. 5. 2 Sjá Magnus Olsen: Kultminder, bls. 58—61. 3 Sjá A. Olrik: Nordisk og lappisk gudsdyrkelse, Danske Stu- dier 1905, bls. 51.

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.