Studia Islandica - 01.06.1963, Qupperneq 33

Studia Islandica - 01.06.1963, Qupperneq 33
31 Freyju er einnig nefndur í Hyndluljóðum (5. v.). Þar sem ritaðar heimildir eru svo fáorðar um Freyju blót, verður að freista þess, hvort hægt sé að finna bendingar um þau úr öðrum áttum. Elias Wessén hefur komizt að þeirri nið- urstöðu eftir rannsókn sænskra örnefna, að árguðinn og árgyðjan hafi átt helgidóma hvort við annars hlið og verið blótuð sameiginlega. Þau örnefni, sem virðast vera elzt, benda til þess, að þessi goðahjón hafi upphaflega verið Ullur og Njörður (Njörður hefur þá verið gyðja eins og hjá Tacitusi), en síðar Freyr og Freyja. Wessén lætur sér meira að segja detta í hug, að nöfnin Freyr og Freyja, sem merkja drottin og drottningu, séu í upphafi eins konar titlar eða ávarpsorð fyrrnefndra goða, er síð- ar hafi orðið að eiginnöfnum; hafi menn þá litið svo á, að hin upphaflegu nöfn táknuðu eldri kynslóð goðanna.1 Hér að framan hefur því verið haldið fram, að samkvæmt frásögn Tacitusar sé eðlilegast að hugsa sér, að Nerþus og maki hennar hafi upphaflega borið sama nafnið eða að minnsta kosti nafn af sama stofni. Verður það enn nánari hliðstæða við hina yngri kynslóð árgoðanna: Frey og Freyju. öllum heimildum ber saman um, að dýrkun Freys hafi hvergi verið eins rótgróin og i Uppsölum. Ekki þarf held- ur að efa, að konungarnir þar, sem röktu ætt sína til Freys, hafi öllum öðrum fremur blótað hann. Liggur þá næst að athuga, hvort hægt sé að finna minjar um dýrk- un Freyju meðal Svíakonunga í Uppsölum. 1 hinni frægu lýsingu Adams frá Brimum á Uppsala- hofi og höfuðblótum Svia, sem haldin voru um vorjafn- dægur níunda hvert ár, eru ekki nefndir aðrir guðir en Þór, Óðinn og Freyr. Er ástæðulaust að ætla annað en þeir hafi verið þar einvaldir á dögum Adams. En aðrar heimildir benda til þess, að einhvern tíma í grárri forn- eskju hafi þessi höfuðblót Svía verið helguð gyðju, sem 1 Sjá einkum Wessén II og III.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Studia Islandica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.