Studia Islandica - 01.06.1963, Qupperneq 27

Studia Islandica - 01.06.1963, Qupperneq 27
25 ung og ótraust heimild, en virðist geyma ýmis fornsagna- minni. „Og líklegt er, að þátturinn styðjist við gamla minningu um það, er líkneski Freys var ekið um sveitir til að gera mönnum árbót.“ 1 Hér hefur lýsing Tacitusar á dýrkun Nerþusar verið tekin til samanburðar. Báðar sögurnar sýna hið sama: Goðið og prestur þess, sem er annars kyns, aka saman um landið til að efla frjósemi jarðar. Skrúðgöngur, þar sem goðið og prestur þess eru í broddi fylkingar, eru eins konar árbrúðkaup, sem bæta alla frjósemi í náttúrunnar ríki, þar sem þau fara um. Sami tilgangur er með hinum hneykslanlegu siðum, sem Adam af Brimum og Saxo telja, að verið hafi samfara höfuðblótum Svía í Uppsölum: þ. e. að láta frjósemi mann- lífsins orka á frjósemi náttúrunnar. Einnig hefur oft verið gizkað á, að sögnin um Gunnar helming sé sprottin upp af því, að tíðkazt hafi í Svíþjóð að fela lifandi mönnum að fara með hlutverk Freys við opin- ber hátíðahöld. Jafnvel hefur þess verið getið til, að dauðadæmdum föngum hafi verið gert að skyldu að taka það að sér um stundarsakir, áður en þeim var blótað.2 Þessi getgáta verður að teljast mjög vafasöm. En sú skoð- un, að einhvers konar árbrúðkaup hafi verið virkur þáttur í dýrkun Freys, er studd svo mörgum rökum, að varla þarf að efast um slikt, jafnvel þótt sögnin um Gunnar sé tekin með varúð. Snorri lýkur lýsingu sinni á Frey með því að segja, að Sviar kölluðu hann veraldargoð „og blót- uðu mest til árs og friðar alla ævi síðan“. Þessi síðasta málsgrein hefur fengið staðfestingu af samanburði við trúarbrögð Lappa. En þeir kölluðu árguð sinn Warálden Olmay (veraldarmanninn), sem virðist vera sama nafnið og veraldargoð. En mestu máli skiptir, að dýrkun Lappa á árguði sínum virðist vera nákvæm eftirlíking af blótum norrænna manna við hátíðahöld Freys. Waralden Olmay var ákallaður til hvers konar frjósemi. Á hann var heitið 1 Isl. fornrit IX (formáli, bls. LX). 2 Sjá Nordisk kultur XXVI, bls. 102.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Studia Islandica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.