Studia Islandica - 01.06.1963, Blaðsíða 41
39
unga eftir Vilhjálm af Malmesbury (frá 12. öld.). Þar
segir, að Skeaf hafi komið til eyjarinnar Skandza
[Skáneyjar] við Germaníu á skipi án ræðara með kornax
undir höfðinu. „Þess vegna var hann kallaður Skeaf
[kornax], og af landslýðnum var litið á þetta sem jarteikn
og hann alinn upp með mikilli umhyggju. Þegar hann óx
upp, var hann konungur í þeirri borg, sem þá var nefnd
Slésvík, en nú Heiðabær.'*1
Axel Olrik, sem manna ýtarlegast hefur kannað forn-
danskar hetjusagnir, ber þessa sögu saman við enska
jarteiknasögu, sem á að hafa gerzt á dögum Játmundar
konungs, um raunverulegt kornax siglandi á skildi. Olrik
hyggur, að sagnirnar um Skjöld og Skeaf eigi upphaflega
rót sína að rekja til þvílíkra hugmynda, en bæði kornaxið
og skjöldurinn hafi tekið á sig persónulega mynd. Skyld
Skefing er því ímynd kornaxins, sem kom siglandi á
skildi. Að samanburði loknum segir Olrik: „Sögnin um
Skjöld er í fullu samræmi við hinar algengu hugmyndir
um gróðrarvætti, sem vaknar eða heldur innreið sína á
vorin, en deyr á haustin eða hverfur brott.“2 1 fljótu
bragði sýnist vafasamt, að sögnin um Skeaf hafi verið
alkunn á Norðurlöndum að fornu, þar sem hún er aðeins
varðveitt í enskum ritum. En svo nákvæm eftirmynd
hennar er til í finnskum blótsöngvum, að varla þarf að ef-
ast um sameiginlegan uppruna. Og þá er vart um aðra leið
að ræða en að sagan eða siðir þeir, er henni voru tengdir,
hafi borizt frá norrænum mönnum til Finna. Hin finnska
sögn er um vorguðinn (eða vorvættina) Sánvpsá. I blót-
söngum segir, að Sámpsá svaf hjá systur sinni, móður
eða stjúpmóður, i korndyngju á skipi eða sleða, þegar
hann var sóttur á vorin til skóglausrar eyjar í hafi úti
til þess að efla kornvöxt á ökrunum. Þá sendir haf-
guðinn Ahti fyrst veturinn, en síðan sumarið, til þess
að vekja hann. Blótsöngvar þessir voru stundum fluttir
1 Olrik: D. H. I, bls. 234.
2 Sama rit II, bls 250—51.