Studia Islandica - 01.06.1963, Blaðsíða 14

Studia Islandica - 01.06.1963, Blaðsíða 14
12 rekja til þess tíma, er allir Aríar bjuggu saman í einu þjóðfélagi, hlýtur hún að hafa geymzt í munnmælum meira en þrjú þúsund ár, þangað til Snorri Sturluson færði hana í letur. Slíkt verður að telja með ólíkindum. Það er þó ekki ætlun mín að vefengja það, að forntrú Germana sé skyld trúarbrögðum ýmissa annarra þjóð- flokka. En ég hygg vænlegast að taka fyrst stöðu við þær frásagnir, sem lýsa germönskum trúarbrögðum á elzta stigi, og skyggnast þaðan í ýmsar áttir. Einnig held ég, að traustari grundvöllur fáist með því að rekja trúarsiði og helgihald en einstakar goðsögur. Hér á eftir verð- ur einkum gerð tilraun til að rekja feril Vanagoðanna þriggja: Njarðar, Freys og Freyju, og einnig að nokkru getið þriggja höfuðguða úr hópi Ása: Öðins, Týs og Þórs.1 1 Um uppruna Baldurs eru skoðanir fræðimanna skiptar. James Frazer leit á Baldur sem árguð og ímynd eikarinnar, er hefði lífskraft sinn fólginn í mistilteininum (Balder the Beautiful, Frazer VII). Gustaf Neckel taldi, að Baldur væri eftirmynd babylonska ár- guðsins Tamuz og hafi dýrkun hans borizt yfir Þrakíu til ger- manskra þjóða (G. Neckel: Die Úberlieferungen vom Gotte Balder, Dortmund 1920). Folke Ström hefur bent á, að eftir að Neckel skrif- aði bók sina um Baldur, hafi verið grafinn upp hinn svo nefndi Ras Shamrafundur 1929—33, en þar hefur fundizt lýsing á dýrkun Baals í Ugarit. Ström bendir á, að goðsögn sú, sem fylgir Baals-dýrkun- inni, líkist sögninni um dauða Baldurs miklu meir en sögnin um Tamuz, enda betur varðveitt. En greinilega eru sagnirnar um Baal og Tamuz mjög skyldar (F. Ström: Loki, Göteborgs Universitets Arskrift 1956, bls. 100—101). Magnus Olsen hefur skrifað ritdóm um bók Neckels og bent á, að samkvæmt örnefnum hafi Baldur einkum verið dýrkaður í Suð- austur-Noregi (og Suður-Svíþjóð), en það umhverfi hafi verið mjög opið fyrir kristnum áhrifum, svo að liklegt sé, að dýrkun Baldurs sé að verulegu leyti sprottin af þeim (M. Olsen: Balder-digtning og Balder-kult, Arkiv 1924, bls. 148—75). Áður hafði Sophus Bugge haldið því fram, að sögnin um Baldur ætti rót sina að rekja til kristinna helgisagna (Studier over de nordiske Gude- og Helte- sagns Oprindelse, Christiania 1881—89). Jan de Vries telur söguna um dauða Baldurs upphafssögn, er sýni komu dauðans í heiminn og fleira (de Vries: Der Mythos von Balders Tod, Arkiv 1955). Dumézil telur, að sögnin um dauða Baldurs sé sprottin af hug- myndum um heimsrásina (Dumézil, bls. 78—105). Af heimildum þeim, sem til eru um dýrkun Baldurs, verður ekki ráðið, hversu gömul hún er. Einnig hefur Baldur látið eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.