Studia Islandica - 01.06.1963, Side 14

Studia Islandica - 01.06.1963, Side 14
12 rekja til þess tíma, er allir Aríar bjuggu saman í einu þjóðfélagi, hlýtur hún að hafa geymzt í munnmælum meira en þrjú þúsund ár, þangað til Snorri Sturluson færði hana í letur. Slíkt verður að telja með ólíkindum. Það er þó ekki ætlun mín að vefengja það, að forntrú Germana sé skyld trúarbrögðum ýmissa annarra þjóð- flokka. En ég hygg vænlegast að taka fyrst stöðu við þær frásagnir, sem lýsa germönskum trúarbrögðum á elzta stigi, og skyggnast þaðan í ýmsar áttir. Einnig held ég, að traustari grundvöllur fáist með því að rekja trúarsiði og helgihald en einstakar goðsögur. Hér á eftir verð- ur einkum gerð tilraun til að rekja feril Vanagoðanna þriggja: Njarðar, Freys og Freyju, og einnig að nokkru getið þriggja höfuðguða úr hópi Ása: Öðins, Týs og Þórs.1 1 Um uppruna Baldurs eru skoðanir fræðimanna skiptar. James Frazer leit á Baldur sem árguð og ímynd eikarinnar, er hefði lífskraft sinn fólginn í mistilteininum (Balder the Beautiful, Frazer VII). Gustaf Neckel taldi, að Baldur væri eftirmynd babylonska ár- guðsins Tamuz og hafi dýrkun hans borizt yfir Þrakíu til ger- manskra þjóða (G. Neckel: Die Úberlieferungen vom Gotte Balder, Dortmund 1920). Folke Ström hefur bent á, að eftir að Neckel skrif- aði bók sina um Baldur, hafi verið grafinn upp hinn svo nefndi Ras Shamrafundur 1929—33, en þar hefur fundizt lýsing á dýrkun Baals í Ugarit. Ström bendir á, að goðsögn sú, sem fylgir Baals-dýrkun- inni, líkist sögninni um dauða Baldurs miklu meir en sögnin um Tamuz, enda betur varðveitt. En greinilega eru sagnirnar um Baal og Tamuz mjög skyldar (F. Ström: Loki, Göteborgs Universitets Arskrift 1956, bls. 100—101). Magnus Olsen hefur skrifað ritdóm um bók Neckels og bent á, að samkvæmt örnefnum hafi Baldur einkum verið dýrkaður í Suð- austur-Noregi (og Suður-Svíþjóð), en það umhverfi hafi verið mjög opið fyrir kristnum áhrifum, svo að liklegt sé, að dýrkun Baldurs sé að verulegu leyti sprottin af þeim (M. Olsen: Balder-digtning og Balder-kult, Arkiv 1924, bls. 148—75). Áður hafði Sophus Bugge haldið því fram, að sögnin um Baldur ætti rót sina að rekja til kristinna helgisagna (Studier over de nordiske Gude- og Helte- sagns Oprindelse, Christiania 1881—89). Jan de Vries telur söguna um dauða Baldurs upphafssögn, er sýni komu dauðans í heiminn og fleira (de Vries: Der Mythos von Balders Tod, Arkiv 1955). Dumézil telur, að sögnin um dauða Baldurs sé sprottin af hug- myndum um heimsrásina (Dumézil, bls. 78—105). Af heimildum þeim, sem til eru um dýrkun Baldurs, verður ekki ráðið, hversu gömul hún er. Einnig hefur Baldur látið eftir

x

Studia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.