Studia Islandica - 01.06.1963, Qupperneq 17
15
Um dýrkun Týs meðal Suður-Germana eru engar ör-
uggar heimildir til aðrar en orðið Týsdagur. Þess skal þó
getið, að á Englandi hafa fundizt tvö fórnarölturu, sem
helguð eru Mars, og á öðru þeirra hefur hann viðumefnið
Thingsus. ölturu þessi voru reist af frísneskum hermönn-
um í liði Rómverja um 230 e. Kr.1 Almennt er talið, að
nafnið Mars eigi við Tý, og af viðurnefninu Thingsus
hefur verið dregin sú ályktun, að Týr hafi verið guð þing-
helginnar.
Um dýrkun Þórs í Þýzkalandi eru mjög fáar heimildir.2
1 skjalasafni páfa er bréf eitt skrifað á fomþýzku, þar
sem mönnum, er tóku skírn, var boðið að afneita Thunaer,
Uuoden og Saxnote. I rúnaristu á skartgrip, sem fannst
í kirkjugarði nálægt Ágsborg (frá 6. til 8. öld), koma
fyrir nöfnin Wodan og Wigiþonar (ef til vill Vingþór).
Eigi að síður þarf ekki að efast um, að Þór hefur verið
mjög tignaður í Þýzkalandi á öldunum eftir Krists burð.
Það sést bezt á því, að Germanar þýddu hið latneska heiti
fimmtudagsins, sem kenndur var við Jupiter, með orðinu
Þórsdagur. En varla hefðu Germanar látið Þór samsvara
æðsta guði Rómverja, ef hann hefði ekki verið í hópi
þeirra guða, sem allra mest voru tignaðir. Það er því full
ástæða til að ætla, að þar sem Tacitus nefnir Herkúles
næstan á eftir Merkúríusi (Öðni), hljóti hann að eiga
við Þór.
Langmestar heimildir eru um Óðin og Frigg hjá Suður-
Germönum. 1 hinni frægu Merseborgar-særingu (annarri
særingunni) koma fyrir ýmis eiginnöfn, sem helzt virð-
ast vera goðanöfn. En ekki hefur tekizt með vissu að
finna þar nöfn fleiri höfuðguða en Óðins og Friggjar og
ef til vill Baldurs.
Langmerkasta saga um Óðin og Frigg utan Norður-
landa er sögnin um það, hvernig Langbarðar hlutu nafn
1 Sjá Hoops: Reallexikon der germanischen Altertumskunde
undir Mars Thingsus.
2 Sjá de Vries I, bls. 310 og II, bls. 18 og 112.