Studia Islandica - 01.06.1963, Blaðsíða 36
34
að litið hafi verið á konunginn sem staðgengil árguðsins
og maka árgyðjunnar. Meira að segja hafi konungur
stundum verið færður gyðjunni að fóm. Slík konungablót
eru kunn úr ýmsum trúarbrögðum. En Folke Ström tekur
fram, að oftar muni þau hafa verið framkvæmd á tákn-
rænan hátt heldur en konungamir sjálfir væru teknir af
lífi. Þó mun það líka hafa átt sér stað. Um slíkt heilagt
konungdæmi verður nánar rætt í næsta kafla. En fyrst
verða athugaðar hliðstæðar frásagnir úr Ynglingatali.
Þá verður fyrst fyrir sögnin um dauða Dómalda. I
Ynglingatali er greinilega tekið fram, að Svíar blótuðu
honum til árs. En Snorri segir auk þess, að Svíar hafi áður
reynt að létta af því hallæri, er var í landinu, með því að
blóta yxnum og mönnum. En er hvorugt stoðaði, ákváðu
þeir, „að þeir skyldi honum [konunginum] blóta til árs
sér og veita honum atgöngu og drepa hann og rjóða stalla
með blóði hans, og svo gerðu þeir."1 1 Historia Norvegiæ
segir svo um þennan atburð: „Domald Sveones
suspendentes pro fertilitate frugum deæ Cereri hostiam
obtulerant“. Það er að segja: Svíar hengdu Dómalda og
gáfu hann gyðjunni Ceres til árs.
Varla þarf að efa, að það er hin norræna árgyðja, sem
hér er kölluð Ceres og nefnd var Díana í sögunni um Aðils
konung. Bæði Ceres og Díana voru blótaðar til árs meðal
Rómverja og minna að ýmsu leyti á Freyju. En auðvitað
er hugsanlegt, að norræna árgyðjan hafi verið blótuð í
Uppsölum undir fleira en einu nafni. Það er einnig sam-
eiginlegt í sögunum um Aðils og Dómalda, að báðum
virðist hafa átt að blóta á altari gyðjunnar. Sögnina um
dauða Aðils í Historia Norvegiæ er eðlilegast að skýra
á þann hátt, að hátíðahöldunum hafi átt að ljúka með
konungsblóti, en konungur hafi reynt að flýja á hesti
sínum til þess að forðast fórnardauða.
Ynglingatali og Historia Norvegiæ ber ekki saman um,
1 Heimskringla, Yngl.s., 15. kap.