Studia Islandica - 01.06.1963, Blaðsíða 35

Studia Islandica - 01.06.1963, Blaðsíða 35
33 á stein, svo að hausinn brotnaði, en heilinn lá á steininum. Það var hans bani.“ 1 1 Ynglingatali segir hins vegar, að konungur hafi fallið af hestbaki og dáið, er honum „vitta véttr of viða skyldi“. Ekki er fullljóst, hver þessi „vitta véttr“ er, en freistandi er að geta sér þess til, að átt sé við dísina, sem Aðils blótaði. 1 Historia Norvegiæ segir svo frá þessum atburði: „Adils ante ædem Dianæ, dum idolorum sacrificia fugeret, equo lapsus exspiravit.“2 Þetta finnst mér eðlilegast að þýða: Aðils féll af hestbaki og dó fyrir framan hof Díönu, er hann flýði undan blótum. f öllum handritum Heims- kringlu stendur dísarsalur, en ekki dísasalur, svo að greinilegt er, að salurinn er kenndur við aðeins eina dís. Fræðimenn eru yfirleitt sammála um, að orðið dísarsalur hljóti hér að merkja hof, sem helgað var einni gyðju, er kölluð var dís. Þetta er þó enn greinilegra, ef borið er saman við Historia Norvegiæ, sem talar um hof Díönu. Nafnið Díana hlýtur hér að vera þýðing á norrænu gyðju- heiti. En ef leita á að hliðstæðu við Díönu í norrænni goða- fræði, hlýtur hugurinn fyrst að beinast að Freyju, sem kölluð var Vanadís. Ber því allt að sama brunni um, að dís- arsalurinn hafi verið Freyju hof. Reið Aðils umhverfis disarsalinn er venjulega skýrð á þann hátt, að það hafi verið hlutverk konungsins að ríða í fararbroddi umhverfis hof gyðjunnar við trúarleg hátíðahöld. Hér er því um svipaðan sið að ræða og er prestur Nerþusar ók vagni gyðjunnar um landið. Bendir því allt til þess, að hér hafi lifað endurminning um þann tíma, er æðsta árgoðið var kvenkyns eins og á dögum Tacitusar. Hinn ötuli sænski fræðimaður, Foike Ström, hefur manna bezt kannað minjar um heiðna goðadýrkun í Ynglingatali og bent á ýmsar hliðstæður við þessa frásögn annars staðar úr kvæðinu.3 Allar benda þær í sömu átt: 1 Heimskringla, Yngl.s., 29. kap. 2 Monumenta historica Norvegiæ, útg. Storms 1880, bls. 101. AÖrar tilvitnanir hér i Historia Norvegiæ eru á bls. 98 og 99. 3 Folke Ström: Diser. 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.