Studia Islandica - 01.06.1963, Qupperneq 40
38
var stöðugt rifjuð upp með táknrænum leikjum við árs-
tíðaskipti. Þessi saga gat því auðveldlega borizt til
Norðurlanda og tengzt hinni norrænu systur austrænu
árgyðjunnar.
VI
GUÐLEGT KONUNGDÆMI
I síðasta kafla var minnzt á hin fornu dísablót í Upp-
sölum og líkur fyrir því, að konungarnir hafi þar gegnt
guðlegu hlutverki við hlið dísarinnar. En það er margt
fleira, sem bendir til þess, að hinir fornu Ynglingakon-
ungar í Uppsölum hafi verið taldir guðlegs eðlis. Áður
en sú saga verður rakin, skal minnzt á aðra frægustu
fornkonungaætt Norðurlanda: Skjöldunga í Danmörku.
Eins og nafnið Skjöldungar ber með sér, var ættin upp-
haflega rakin til Skjaldar, og svo er gert í öllum heimild-
um nema hjá Saxo Grammaticusi, sem telur Dan hinn
mikilláta fyrstan konung í Danmörku. 1 Skjöldungasögu
og Snorra-Eddu segir, að Skjöldur væri sonur Óðins, en
eldri heimildir benda til allt annarra hugmynda um upp-
runa hans.
Langelzta sögn um Skjöld er í Bjólfskviðu, sem tal-
in er ort á Englandi snemma á 8. öld.1 1 upphafi henn-
ar segir frá þvi, hvernig Skyld Skefing, konungur
Geir-Dana, hafi vaxið að frægð og ríki, frá því hann
fannst hjálparvana, þar til allir, sem umhverfis bjuggu,
handan hafsins, urðu að hlýða honum og gjalda honum
skatt. Litlu síðar í kvæðinu segir frá því, er Skjöldur
konungur hvarf, siglandi brott á sama skipi með mikilli
viðhöfn. Nafnið Skefing merkir ættingja eða son Skefs.
Um Skef eða Skeaf er hvergi getið í norrænum heimild-
um. En í enskum ritum skýtur hann hér og þar upp koll-
inum. Greinilegast er sagt frá honum í sögu Englakon-
1 Sjé Beowulf by R. W. Chambers with a supplement by S. L.
Wrenn 1959, bls. 322—32.