Studia Islandica - 01.06.1963, Side 32
30
Rannt at Óði hleypr þú, Óðs vina,
ey þreytandi, úti á nóttum
skutusk þér fleiri sem með höfrum
und fyrirskyrtu, Heiðrún fari.
Sams konar brigzlyrði koma fram í Lokasennu, er Loki
er iátinn atyrða Freyju með þessum orðum:
Ása ok álfa,
er hér inni eru,
hverr hefir þinn hór verit.
Litlu síðar í kvæðinu atyrðir Loki Freyju fyrir samfarir
við bróður sinn, og hefur það verið skýrt hér að framan
á þann hátt, að verið sé að ræða um hin fornu systkina-
hjónabönd Vana, er numin voru úr lögum, er Vanir voru
teknir í tölu Ása.
Af öllum þessum dæmum er ljóst, að Freyja hefur verið
ástagyðja og um leið árgyðja, en það er einkenni á öllum
slíkum gyðjum, að þær verða að vera nokkuð marglynd-
ar, ef þær eiga að geta stuðlað að frjósemi náttúrunnar
og ástum kvenna og karla. Snorri segir líka berum orð-
um um Freyju: „Henni líkaði vel mansöngur; á hana er
gott að heita til ásta.“ 1
Eins og tekið var fram hér að framan, eru mjög litlar
bendingar í bókmenntum um það, hvernig dýrkun Freyju
var háttað. I Hyndluljóðum er Freyja látin segja um Ótt-
ar nokkurn:
Hörg hann mér gerði rauð hann í nýju
hlaðinn steinum, nauta blóði,
nú er grjót þat æ trúði Óttarr
at gleri orðit, á ásynjur.
f annarri gerð Hervarar sögu og Heiðreks segir, að
sonargölturinn væri gefinn Freyju til árbótar.2 Göltur
1 Snorra-Edda, Gylfaginning, 23. kap.
2 Heiðrekssaga 1924, bls. 129 (útg. Jóns Helgasonar).