Studia Islandica - 01.06.1963, Síða 56

Studia Islandica - 01.06.1963, Síða 56
52 leikjum seinni alda. En þess ber að gæta, að trúarhátíðir Norðurlandabúa á bronsöld þurfa ekki að vera áfanga- staðir á þeirri leið. Alþýðuleikir nútímans geta sótt fyrir- myndir sínar víðar að en til norrænnar heiðni. Þess vegna er mikilvægast að bera bergristurnar saman við það, sem vitað er annars staðar frá um helgihald norrænna þjóða í heiðnum sið. Þá verða fyrst fyrir okkur helgar skrúð- göngur og árbrúðkaup, en um hvorttveggja er getið hjá Tacitusi og í yngri heimildum. Aftur á móti finnst mér hæpið að halda því fram, að ristur, er sýna bardaga eða vopnaða menn, eigi að tákna tiltekin atriði úr leik árs- tíðanna. Eins og tekið hefur verið fram í undanförnum köflum, eru engar norrænar sagnir til um dauða og upprisu ár- guðsins. Hið helzta, sem getur bent til slíks samfellds árstíðaleiks, eru sagnirnar um hina guðlegu forfeður konungaætta: Skjöld og Ing, sem birtast skyndilega, en hverfa svo yfir hafið öllum að óvörum. Einnig líkist sögn- in um dauða Fróða Danakonungs að mörgu leyti helgi- siðum, er áttu sér stað við dauða austrænna árguða eða árkonunga. Þess var getið í síðasta kafla, að margt bendir til þess, að þessar sagnir séu sprottnar upp af hátíðahöld- um til eflingar frjósemi, þar sem konungarnir léku aðal- hlutverkið. En ekki eru til nægar heimildir fyrir því, að þau hafi táknað dauða og upprisu árguðsins. Almgren bendir á svo augljósa líkingu norrænna berg- ristna og fornra helgimynda og frásagna, er lýsa goða- dýrkun austrænna þjóða, að vart verður dregið í efa, að hvorttveggja sé sprottið upp úr svipuðum jarðvegi. Og líklegt er, að ýmis drög úr helgihaldi þjóðanna við Mið- jarðarhafsbotn hafi á löngum tíma síazt inn í goðadýrkun norrænna þjóða. En ástæðulaust er að ætla, að hátíða- höld þeirra hafi verið eins fjölbreytt og meðal þjóða þeirra, er bjuggu í suðri og austri. Einnig hafa fundizt nokkur mannslíkön frá bronsöld, sem hafa öll einkenni goðamynda. Einna kunnast er tré-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.