Studia Islandica - 01.06.1963, Qupperneq 19

Studia Islandica - 01.06.1963, Qupperneq 19
17 III NERÞUS, NJÖRÐUR Hér að framan hefur verið drepið á nokkur helztu vitni um dýrkun einstakra goða meðal Suður-Germana, og vík- ur þá sögunni til Norðurlanda. Eins og tekið var fram, benda allar líkur til, að þjóðflokkar þeir, sem tignuðu gyðjuna Nerþus, hafi verið búsettir í Danmörku. Frásögn Tacitusar um dýrkun Nerþusar er því elzta heimild, sem til er, um norræna goðatrú, og hún varpar svo skýru ljósi á uppruna hennar og þróun, að ekki verður komizt hjá að birta hana í heilu lagi. „Hafa þessar þjóðir það eitt til síns ágætis, að allar dýrka þær Nerþus: það er móðir jörð. Og það ætla þeir, að gyðja sú láti málefni manna til sín taka og hún birtist sjálf í mannheimum. Á eyju nokkurri í hafi úti er heilag- ur lundur, en í honum er vagn, helgaður gyðjunni og hulinn klæði. Er hofgoða einum leyft að snerta hann. Verður hann þess áskynja, er gyðjan er komin í helgi- dóminn. Og er hún fer aftur burt í vagninum, sem dreg- inn er af kvígum, fylgir goðinn henni á leið með djúpri lotningu. Eru þá gleðidagar og hátíðablær hvarvetna, er gyðjunni þóknast að koma og dveljast. Þá skal ekki víg vekja, og enginn má snerta vopn. Þá fyrst þekkja menn og elska friðinn, en eigi helzt það lengur en þangað til hofgoði hefur aftur fylgt gyðjunni til hofsins, er hún er södd orðin af samvistum við mennina. Bráðlega eftir þetta laugast vagninn og klæðið og gyðjan sjálf, þótt ótrúlegt megi virðast, í stöðuvatni einu á leyndum stað. Er sá starfi ætlaður þrælum. En jafnskjótt og honum er lokið, hverfa þrælarnir ofan í vatnið. Af því stafar hin dularfulla skelfing og helga leynd, er hvílir yfir þessari veru, er þeir einir fá séð, sem ofurseldir eru dauðanum.“ 1 1 Tacitus: Germania 40. 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Studia Islandica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.