Studia Islandica - 01.06.1963, Blaðsíða 47

Studia Islandica - 01.06.1963, Blaðsíða 47
45 Þá blótaði hann inum níunda syni sínum og lifði þá enn tíu vetur. Þá drakk hann horn sem lébarn. Þá átti Aun einn son eftir, og vildi hann þá blóta þeim, og þá vildi hann gefa Óðni Uppsali og þau héruð, er þar liggja til. ... Svíar bönnuðu honum það, og varð þá ekki blót. Síðan andaðist Aun konungur, og er hann heygður að Uppsölum."1 James Frazer hefur gert sögnina um Aun heimskunna. Hann hyggur, að hún geymi minjar um þann sið meðal Forn-Svía, að konungur, er ríkt hefði samfleytt níu eða tíu ár, yrði að leggja niður völd og fá einhvern annan til að þola fórnardauða í sinn stað, ef hann vildi halda lífi. Til samanburðar tekur hann frásögn Saxos um útlegð Óðins um nærri tíu ára skeið og valdatöku Ullar (Ollerusar) á meðan. Loks minnist Frazer á höfuðblót Svía í Uppsölum níunda hvert ár og hyggur, að þau hafi upphaflega verið haldin, er konungur eða staðgengill hans var tekinn af lífi. En enginn gat verið eins góður fulltrúi konungsins til að þola dauða við slík hátíðahöld og sonur hans sjálfs.2 Frásögn Snorra um sonablót Auns verður að taka með mestu varúð, þar sem hún á sér enga stoð í Ynglingatali. Þar segir aðeins, að Aun lézt, er hann hafði lengi verið ósjálfbjarga af elli. En ef talið er, að sagan geymi sönn minni um blót Auns, virðist augljóst, að konungur hefur blótað sonum sínum til að kaupa sjálfan sig undan fórnardauða. Og þá er líklegast, að það hafi gerzt á höfuðhátíðum Svía, er haldnar voru á níu ára fresti. Hins vegar finnst mér hæpið að halda því fram, að konungdómur í Svíþjóð hafi nokkurn tima verið mið- aður við níu ára tímabil, fyrst engar endurminningar um það er að finna úr öðrum áttum. Fjarri fer þvi, að Ynglingar misstu ársæld sína, þótt þeir flyttust frá Uppsölum til Noregs. Kunnastar eru sagnirnar um þá bræður: Ólaf Guðröðarson og Hálfdan 1 Heimskringla, Yngl.s., 25. kap. 2 Frazer III, bls. 57—58 og 160—61.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.