Studia Islandica - 01.06.1963, Blaðsíða 48

Studia Islandica - 01.06.1963, Blaðsíða 48
46 svarta. Ólafur andaðist á Geirstöðum og var lagður í haug. „Síðan gerði óáran mikið og hallæri. Var þá það ráð tekið, að þeir blótuðu Ólaf konung til árs sér og köll- uðu hann Geirstaðaálf."1 Þáttur Ólafs Geirstaðaálfs er að vísu ótraust heimild. En ef auknefnið Geirstaðaálfur er rétt hermt, eins og vænta má, ber það með sér, að átrúnaður hefur verið á konunginum. Enn skýrari er trúin á ársæld konungs í sögunni um dauða Hálfdanar svarta: „Hann hafði verið allra kon- unga ársælastur. Svo mikið gerðu menn sér um hann, að þá er það spurðist, að hann var dauður og lík hans var flutt á Hringaríki og var þar til graftar ætlað, þá fóru ríkismenn af Raumaríki og af Vestfold og Heið- mörk og beiddust allir að hafa líkið með sér og heygja í sínu fylki, og þótti það vera árvænt þeim, er næði. En þeir sættust svo, að líkinu var skipt í fjóra staði, og var höfuðið lagið í haug að Steini á Hringaríki, en hverjir fluttu heim sinn hluta og heygðu, og eru það allt kallaðir Hálfdanarhaugar.“ 2 3 Þessi saga hefur verið vefengd af sumum. Þykir þeim ótrúlegt, að líkinu hafi verið skipt, þar sem ekki eru kunn önnur dæmi slíks úr heiðnum sið. Telja þeir líklegra, að likið hafi verið jarðað óskipt að Steini, en á öðrum stöðum verið reistir haugar til minningar.2 En jafnvel þótt sögnin um skiptingu líksins sé ekki tekin bókstaf- lega, sýnir hún engu að síður átrúnað Norðmanna á ársæld Hálfdanar. Sonur Hálfdanar svarta var Haraldur hárfagri. En dóttir Haralds var nefnd Ólöf árbót. Trú Norðmanna á ársæld konungs síns var svo rík, að hún lifði lengur en heiðnin sjálf. Er nóg að minna á ummæli Þórarins loftungu um Ólaf helga: 1 Flateyjarbók II, bls. 7. 2 Heimskringla, Hálfd.s. svarta, 9. kap. 3 Sjá A. W. Brögger: Borrefundet, bls. 58—65, og íslenzk forn- rit XXVI, bls. 93 neðanmáls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.