Studia Islandica - 01.06.1963, Blaðsíða 28

Studia Islandica - 01.06.1963, Blaðsíða 28
26 jöfnum höndum til þess að efla frjósemi hreindýra og gróður jarðar. Til er nákvæm lýsing á því, hvernig þessi guð var blótaður: „Slátrað var hreintarfi og blóði hans stökkt á öll bein dýrsins. Síðan voru beinin grafin í jörð ásamt hornum allra þeirra dýra, sem slátrað hafði verið. Þá var reist upp skurðgoð úr birki mitt á meðal beinanna. Það var einnig vökvað með blóði og á brjóst þess festur getnaðarlimur. Skurðgoðið var kallað Waralden Olmay eða Veraldarmaðurinn. Fórn getnaðarlimsins, er bundinn var við goðið, átti að valda þvi, að jörðin gæfi hreinunum ekki aðeins fæðu, heldur einnig öfluga kynorku, svo að hreindýrahjörðin yxi.“ 1 Það leynir sér ekki, að skurðgoð Lappa er eftirmynd norrænna Freysmynda, og nægir að minna á lýsingu Adams af Brimum á líkneski Freys í Uppsalahofi. Freyr var einnig blótaður við brúðkaup að sögn Adams. Þess er ekki getið víðar í fornum ritum. En í Noregi tíðkaðist sá siður á seinni öldum, að völsamyndir voru hengdar upp á stöng, er brúðkaup var haldið.2 Augljóst er, að til- gangur þessa siðar er hinn sami og er brúðkaup voru helguð þeim guði, sem búinn var tákni frjóseminnar. Eina samtíma heimild um dýrkun Freys á Norðurlönd- um er kirkjusaga Adams af Brimum. En hinar íslenzku, dönsku og lappnesku heimildir, sem ritaðar eru löngu síðar, fylla þá mynd, sem þar er dregin upp af dýrkun goðsins. Af öllum þessum heimildum er ljóst, að Freyr hefur ekki aðeins verið blótaður til að efla frjósemi jarð- ar. Tímgun dýranna er honum einnig háð, og menn blóta hann til ásta. Eina goðsagan, sem til er um Frey, er líka ástasaga, og er hún varðveitt í Eddukvæðinu Skírnismálum. Þar segir frá því, er Freyr sendi Skírni, skósvein sinn, í Jöt- unheima að biðja Gerðar, dóttur Gymis jötuns. Hafði 1 SjáWessénI,bls. 182—183. 2 Sjá Hjalmar Falk: De nordiske hovedguders udvlklingshisto- rie, Arkiv 1927, bls. 37.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.