Studia Islandica - 01.06.1963, Blaðsíða 50
48
fulltrúar guðsins við trúarleg hátíðahöld. Þess vegna er
eðlilegast að hugsa sér, að yfirreið Svíakonunga um
Eiríksgötu sé eftirmynd heiðinna hátíða, er hinn guðlegi
konungur fór um landið til að efla frjómátt þess.
Mjög lítið verður ráðið af heimildum um ársæld og
helgi konunga meðal Suður-Germana. Hið helzta er frá-
sögn ein um Burgunda frá síðari helmingi 4. aldar.
„Meðal þeirra ber konungurinn nafn ættarinnar og er
kallaður Hendinos, og að fornum sið verður hann að
leggja niður völd, ef stríðsgæfan er honum mótsnúin eða
jörðin ber ekki ríkulegan ávöxt."1 Hugsanlegt er, að hér
sé að finna leifar hins sama siðar og getið er um meðal
Forn-Svía, er þeir blótuðu konungi sínum, ef árgæzka
brást.
Eigi að síður virðist ljóst af þeim gögnum, sem til eru,
að helgi konungdómsins hafi verið miklu ríkari meðal
Norðurlandabúa en annarra germanskra þjóða, er sögur
hefjast.2 Ef til vill má finna skýringu á þessu í goðadýrk-
un Germana. Helgi konungdómsins var nátengd dýrkun
Freys. En hann virðist lítt eða ekki hafa verið blótaður
meðal hinna suðlægari þjóða, eftir að þær koma fram í
ljós sögunnar.
VII
UPPRUNIVANAGOÐA
Saga norrænna goða verður ekki rakin lengra aftur
en til daga Tacitusar (um 100 e. Kr.). Fyrir þann tíma
er norræn trúarbragðasaga nafnalaus. Eigi að síður telja
nútímamenn sig vita ýmislegt um trúarbrögð og helgi-
1 Ammianus Marcellinus, sjá Clemen, bls. 14.
2 Sú skoðun hefur komið fram, að konungdæmi meðal ger-
manskra þjóða sé upp runnið á Norðurlöndum, en hafi miklu siðar
borizt til þeirra Germana, er sunnar bjuggu. (Otto v. Friesen: Har
det nordiska kungadömet sakralt ursprung? Saga och sed 1932,
bls. 15—34). En heimildir um þetta eru af svo skornum skammti,
að varla verður dæmt um réttmæti þessarar kenningar með fullum
rökum.