Studia Islandica - 01.06.1963, Side 38
36
Þetta er að minnsta kosti skemmtileg tilviljun, þegar þess
er gætt, að í Historia Norvegiæ er notað hið rómverska
heiti Artemisar, Diana, til að tákna hina norrænu dís.
En hver er Skjálf sú, sem nefnd er í Ynglingatali? Á
það hefur verið bent, að ættmenn Ynglingakonunga voru
stundum nefndir Skilfingar. Það heiti kemur bæði fyrir
í Bjólfskviðu og Ynglingatali. Samkvæmt því hefur Skjálf
verið talin guðleg ættmóðir Skilfinga.1 1 Snorra-Eddu er
Skjálf nafn á Freyju. En ekkert mælir gegn því, að hin
guðlega formóðir ættarinnar og gyðjan Freyja sé ein og
hin sama. Sagnirnar um gullmen Skjálfar og Brísingamen
Freyju geta líka verið af sömu rót runnar.2
Allar þessar sagnir eru langt frá því að vera örugg-
ar, þar sem þær hafa gengið frá einni kynslóð til
annarrar í minni manna. Þó virðist Ynglingatal geyma
furðumörg sönn minni, eftir því sem samanburður við
óháðar heimildir og fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós.
En mest er um það vert, að dísaþing Svía og norrænar
heimildir um dísablót í Uppsölum eru tvö óháð vitni, sem
benda í sömu átt: það er að segja, að einhvern tima löngu
fyrir víkingaöld hafi höfuðblót Svíakonunga í Uppsölum
verið helgað gyðju, sem kölluð var dís.
Freyja á sér hliðstæður í trúarbrögðum annarra þjóða.
Einkum hefur hún verið borin saman við ýmsar árgyðjur
við austanvert Miðjarðarhaf. Hlutfallið milli Friggjar og
Freyju er til að mynda mjög líkt og milli Heru og Afrodite
hjá Grikkjum. Hera og Frigg koma alltaf fram sem konur
hins æðsta guðs og eru verndarar hjónabands og giftra
kvenna. En Afrodite og Freyja eru gyðjur hinnar ótömdu
ástar. Menn hafa einnig veitt því athygli, að það er ekki
í samræmi við venjulegar norrænar hugmyndir um ferða-
lög, þegar Freyja ekur með köttum sínum. Þetta minnir
óneitanlega á austrænar árgyðjur eins og Ishtar og
1 Wessén I, bls. 54—55.
2 Folke Ström telur einnig, að visurnar um Dyggva og Vanlanda
i Ynglingatali geymi minjar um, að þeim hafi verið fórnað einhverri
dís, en mér finnst skilningur hans á þeim vísum vafasamari.