Studia Islandica - 01.06.1963, Blaðsíða 38

Studia Islandica - 01.06.1963, Blaðsíða 38
36 Þetta er að minnsta kosti skemmtileg tilviljun, þegar þess er gætt, að í Historia Norvegiæ er notað hið rómverska heiti Artemisar, Diana, til að tákna hina norrænu dís. En hver er Skjálf sú, sem nefnd er í Ynglingatali? Á það hefur verið bent, að ættmenn Ynglingakonunga voru stundum nefndir Skilfingar. Það heiti kemur bæði fyrir í Bjólfskviðu og Ynglingatali. Samkvæmt því hefur Skjálf verið talin guðleg ættmóðir Skilfinga.1 1 Snorra-Eddu er Skjálf nafn á Freyju. En ekkert mælir gegn því, að hin guðlega formóðir ættarinnar og gyðjan Freyja sé ein og hin sama. Sagnirnar um gullmen Skjálfar og Brísingamen Freyju geta líka verið af sömu rót runnar.2 Allar þessar sagnir eru langt frá því að vera örugg- ar, þar sem þær hafa gengið frá einni kynslóð til annarrar í minni manna. Þó virðist Ynglingatal geyma furðumörg sönn minni, eftir því sem samanburður við óháðar heimildir og fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós. En mest er um það vert, að dísaþing Svía og norrænar heimildir um dísablót í Uppsölum eru tvö óháð vitni, sem benda í sömu átt: það er að segja, að einhvern tima löngu fyrir víkingaöld hafi höfuðblót Svíakonunga í Uppsölum verið helgað gyðju, sem kölluð var dís. Freyja á sér hliðstæður í trúarbrögðum annarra þjóða. Einkum hefur hún verið borin saman við ýmsar árgyðjur við austanvert Miðjarðarhaf. Hlutfallið milli Friggjar og Freyju er til að mynda mjög líkt og milli Heru og Afrodite hjá Grikkjum. Hera og Frigg koma alltaf fram sem konur hins æðsta guðs og eru verndarar hjónabands og giftra kvenna. En Afrodite og Freyja eru gyðjur hinnar ótömdu ástar. Menn hafa einnig veitt því athygli, að það er ekki í samræmi við venjulegar norrænar hugmyndir um ferða- lög, þegar Freyja ekur með köttum sínum. Þetta minnir óneitanlega á austrænar árgyðjur eins og Ishtar og 1 Wessén I, bls. 54—55. 2 Folke Ström telur einnig, að visurnar um Dyggva og Vanlanda i Ynglingatali geymi minjar um, að þeim hafi verið fórnað einhverri dís, en mér finnst skilningur hans á þeim vísum vafasamari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.