Studia Islandica - 01.06.1963, Side 53

Studia Islandica - 01.06.1963, Side 53
49 siði á forsöguöldum Norðurlanda. En sú vitneskja er eingöngu byggð á túlkun fomleifa. Hér verður einkum rætt um ýmiss konar myndir, sem taldar hafa verið goða- myndir eða eftirlíkingar trúarlegra athafna. Þá verða fyrst fyrir okkur bergristur. En þær eru myndir, sem ristar voru á steina og klappir. Hér skipta aðeins máli hinar suðlægari bergristur á Norðurlönd- um, sem mest er af í Suður-Svíþjóð, en einnig nokkuð í Suður-Noregi. Ristur þessar eru taldar frá bronsöld, einkum síðari hluta hennar (1000—500 f. Kr.). Þó mun eitthvað af ristum vera eldra og annað yngra.1 Oscar Almgren, sem lagt hefur grundvöll að túlkun þessara mynda, rekur uppruna þeirra til trúarhugmynda og helgi- halds. Síðari fræðimenn hafa fallizt á þessa meginniður- stöðu hans, þótt deila megi um túlkun einstakra mynda. Þessar suðlægu bergristur em stundum nefndar jarð- yrkjuristur til aðgreiningar frá veiðiristunum, sem al- gengastar eru um norðanverðan Skandinavíuskaga og taldar eiga rót sína að rekja til steinaldarmenningar veiði- þjóðar.2 3 Jarðyrkjuristurnar eru hins vegar að verulegu leyti raktar til trúarhátíða jarðyrkjuþjóðar, sem haldnar voru til að efla árgæzku og frjósemi. Hin mikla alúð, sem menn lögðu við að klappa þessar myndir í stein, verður varla skýrð með einu saman hugtakinu: listin fyrir listina. Listin hlaut hér að þjóna einhverjum hagnýtum tilgangi. Og markmiðið hlaut að vera hið sama með myndunum og hátíðahöldum þeim, sem þær virðast eiga að sýna. Menn hafa aðeins viljað gefa hátíðahöldunum aukinn og varanlegan kraft með því að rista eftirmynd þeirra í steininn.2 Jarðyrkjuristur eru mjög fjölbreytilegar (sjá hér 1. mynd). Algengar eru þar myndir af skipurn, sem hvorki 1 A. Fredsjö, S. Jansson, G. A. Moberg: Hállristningar i Sverige, 1956, bls. 27—28. 2 Sjá Nordisk kultur XXVI, bls. 14—15. 3 Sjá Almgren, bls. 138. 4

x

Studia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.