Studia Islandica - 01.06.1963, Síða 66

Studia Islandica - 01.06.1963, Síða 66
62 ingu í kenninguna Týs áttungur, sem notuð er um sænskan fornkonung í Ynglingatali, þar eð Þjóðólfur sjálfur kallar konungana áttunga Freys annars staðar í kvæðinu. Þess var getið í kaflanum um Æsi meðal Suður- Germana, að líkur benda til, að Týr hafi verið einn hinna þriggja höfuðguða, sem tignaðir voru í Þýzkalandi á fyrstu öldum eftir Krists burð. En litlar minjar eru um dýrkun Týs á Norðurlöndum. Á það skal bent, að á einni bergristu (Lökebergristunni) er mynd af hermanni með stýfðan handlegg, og minnir það óneitanlega á sögnina um Tý, er hann missti hönd sína í gin Fenrisúlfs. En varla verður mikið lagt upp úr þessari mynd einni saman, að minnsta kosti ekki um dýrkun guðsins. örnefni, sem mynduð eru af nafni Týs, eru langflest í Danmörku, mjög fá í Svíþjóð, en nokkru fleiri í Noregi. Þó eru sum þeirra óviss. Langmerkasta örnefni Týs í Noregi er Týsnesey, sem er úti fyrir Hörðalandi. Hún er eini staðurinn í Vestur-Noregi, sem kenndur er við Tý. Magnus Olsen hefur skrifað ýtarlega um þetta örnefni og staðhætti alla þar. Kemst hann að þeirri niðurstöðu, að á þessum slóð- um hafi verið innflutningur frá Danmörku og sé dýrkun Týs sennilega þaðan runnin.1 Meðal þeirra staða í Danmörku, sem kenndir eru við Tý, er Týslundur á Sjálandi. En þar héldu Sjálendingar landsþing sín að fornu. Þetta örnefni hefur verið borið saman við áletrunina Mars Thingsus og dregin af því sú ályktun, að Týr hafi verið guð þinghelginnar í Danmörku. Eftir örnefnum að dæma, hefur þungamiðjan í dýrkun Týs á Norðurlöndum verið í Danmörku, og er ekki ólík- legt, að hún hafi borizt þangað sunnan frá Þýzkalandi. Frá Danmörku hefur dýrkun Týs svo getað borizt til Noregs og Svíþjóðar. 1 Magnus Olsen: Det gamle norske önavn, Njarðarlög, For- handlinger i Videnskabs-Selskabet i Christiania 1905, Nr. 5.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.