Studia Islandica - 01.06.1963, Side 66

Studia Islandica - 01.06.1963, Side 66
62 ingu í kenninguna Týs áttungur, sem notuð er um sænskan fornkonung í Ynglingatali, þar eð Þjóðólfur sjálfur kallar konungana áttunga Freys annars staðar í kvæðinu. Þess var getið í kaflanum um Æsi meðal Suður- Germana, að líkur benda til, að Týr hafi verið einn hinna þriggja höfuðguða, sem tignaðir voru í Þýzkalandi á fyrstu öldum eftir Krists burð. En litlar minjar eru um dýrkun Týs á Norðurlöndum. Á það skal bent, að á einni bergristu (Lökebergristunni) er mynd af hermanni með stýfðan handlegg, og minnir það óneitanlega á sögnina um Tý, er hann missti hönd sína í gin Fenrisúlfs. En varla verður mikið lagt upp úr þessari mynd einni saman, að minnsta kosti ekki um dýrkun guðsins. örnefni, sem mynduð eru af nafni Týs, eru langflest í Danmörku, mjög fá í Svíþjóð, en nokkru fleiri í Noregi. Þó eru sum þeirra óviss. Langmerkasta örnefni Týs í Noregi er Týsnesey, sem er úti fyrir Hörðalandi. Hún er eini staðurinn í Vestur-Noregi, sem kenndur er við Tý. Magnus Olsen hefur skrifað ýtarlega um þetta örnefni og staðhætti alla þar. Kemst hann að þeirri niðurstöðu, að á þessum slóð- um hafi verið innflutningur frá Danmörku og sé dýrkun Týs sennilega þaðan runnin.1 Meðal þeirra staða í Danmörku, sem kenndir eru við Tý, er Týslundur á Sjálandi. En þar héldu Sjálendingar landsþing sín að fornu. Þetta örnefni hefur verið borið saman við áletrunina Mars Thingsus og dregin af því sú ályktun, að Týr hafi verið guð þinghelginnar í Danmörku. Eftir örnefnum að dæma, hefur þungamiðjan í dýrkun Týs á Norðurlöndum verið í Danmörku, og er ekki ólík- legt, að hún hafi borizt þangað sunnan frá Þýzkalandi. Frá Danmörku hefur dýrkun Týs svo getað borizt til Noregs og Svíþjóðar. 1 Magnus Olsen: Det gamle norske önavn, Njarðarlög, For- handlinger i Videnskabs-Selskabet i Christiania 1905, Nr. 5.

x

Studia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.