Studia Islandica - 01.06.1963, Blaðsíða 62

Studia Islandica - 01.06.1963, Blaðsíða 62
58 lega getað gerzt, fyrr en Aríar höfðu blandazt jarðyrkju- þjóðum þeim, er fyrir voru í löndunum, og tekið upp akuryrkju. En þá voru Aríar sundraðir fyrir löngu. Uppruni Vanagoðanna verður því naumast skýrður út frá byggingu hins frumaríska þjóðfélags einni saman. Sam- kvæmt þeirri kenningu voru Vanir goð hinnar þriðju stéttar. En elztu konungar, sem sögur fara af á Norður- löndum, röktu ætt sína til Freys, og helgi konungdómsins var tengdari honum en nokkrum öðrum guði. VIII ÆSIR Á NORÐURLÖNDUM Þór og Týr, Óðinn og Frigg eru einu goðin, sem öruggar heimildir eru um, að tignuð hafi verið meðal flestra germanskra þjóða. Áður hafa verið raktar lauslega hinar fáskrúðugu heimildir um dýrkun þeirra meðal Suður- Germana. En hér er ekki ætlunin að draga upp neina heildarmynd af dýrkun þeirra á Norðurlöndum. Heldur verður aðeins gerð tilraun til að benda á feril þeirra, eins og fræðimenn hafa rakið hann eftir örnefnum, fornleif- um og rituðum heimildum. Ekki þarf að efa, að Þór hefur verið tignaður um fram öll önnur goð á víkingaöld. 1 ritum er langmest sagt frá dýrkun hans. Óþarft er að rekja þær frásagnir hér, og nægir að minna á lýsingu Adams af Brimum á goða- myndum í Uppsalahofi. ,,Þór, sem er þeirra máttugastur, á sæti í miðjum salnum, en Óðinn situr honum til annarr- ar handar, en Freyr til hinnar.“ Samkvæmt íslenzkum heimildum var Þór líka alltaf aðalmálsvari heiðni gegn kristni, er átök urðu milli þessara tveggja siða. örnefni hefur Þór látið eftir sig um öll Norðurlönd, og í fomleifum eru allmiklar minjar um dýrkun hans. Þar ber sérstaklega að nefna litla Þórshamra, er bomir voru sem verndargripir. Helgi slíkra Þórshamra er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.