Studia Islandica - 01.06.1963, Síða 49

Studia Islandica - 01.06.1963, Síða 49
47 Hann um getr af guði sjálfum ár ok frið öllum mönnum.1 Samkvæmt Ynglingasögu settist ný konungsætt á veldisstól Svíþjóðar með Ivari víðfaðma, er hann hafði lagt undir sig ríki Ynglinga og hrakið þá frá Uppsölum. En langt er samt frá því, að trú Svía á helgi og ársæld konungs síns sé þar með úr sögunni. 1 ævisögu Ansgars segir frá því, að Svíar reistu hof Eiríki konungi sínum, er þá var fyrir skömmu látinn, og báru fram fyrir hann heit sín og fórnir.2 Annar konungur með sama nafni, er uppi var löngu síðar, kastaði kristni og hélt upp blót- um og var nefndur Eiríkur inn ársæli.3 Sá siður kristinna Svíakonunga að ríða sólarsinnis svonefnda Eiríksgötu, eftir að þeir hafa verið krýndir, hefur verið rakinn til þess, að Eiríkur helgi sé arftaki hins heiðna fornkonungs, er Svíar gerðu að guði sínum og blótuðu til árs og friðar. Á miðöldum var Eiríks- fáni borinn í skrúðgöngu frá Uppsölum „för att helga frukten med pá jorden“. Þessi athöfn fór fram tvisvar á ári, bæði á Eiríksmessu (18. maí) og meðan „distings“- kaupstefnan stóð yfir. Og jafnvel eftir siðaskipti hafa sænskir bændur borið merki Eiríks um akrana í sama skyni.4 Eiríksdýrkun Svía á síðari öldum hefur verið borin saman við lýsingu á dýrkun Freys í þætti Gunnars helmings og frásögn Tacitusar um dýrkun Nerþusar. Því hefur meira að segja verið haldið fram, að Eiríkur helgi hafi setzt í sæti Freys í þjóðtrú Svia. Hér að framan hefur verið reynt að færa rök fyrir því, að hinir fornu Ynglingar, sem röktu ætt sína til Freys, hafi verið taldir 1 Skjaldedigtning IA, bls. 327. 2 Rimbertus: Vita Ansgarii 26, sjá Clemen, bls. 62. 3 Heimskringla, Magnússonasaga, 24. kap. 4 Erik Brate: Vanerna, Stockholm 1914, bls. 21—22.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.