Studia Islandica - 01.06.1963, Blaðsíða 42

Studia Islandica - 01.06.1963, Blaðsíða 42
40 um leið og korni var sáð.1 Sagnirnar um Skeaf og Sámpsá eru svo nákvæmar eftirmyndir ýmissa vorsiða, þar sem líkan árgoðsins var látið ferðast um á skipi (eða á sleða), að varla þarf að efast um, að þær eigi rót sína að rekja til þvílíkra hátíðahalda. Ef trúa má orðum Bjólfskviðu, að Skjöldur hafi verið talinn niðji Skeafs (eða jafnvel sama persóna í upphafi), verður vart á móti mælt, að Skjöldungar hafi rakið ætt sína til guðlegrar veru, sem tignuð var til að efla árgæzku og gróður jarðar. Að vísu verður að hafa það hugfast, að minni um þjóðhetjuna, sem fannst sem ómálga og hjálparvana barn, eru útbreidd um alla jörð.2 En stundum virðast slikar sagnir vera sprottnar af goðsögnum eða helgisiðum. Og nafnið Skeaf og kornaxið undir höfði barnsins benda eindregið í þá átt, að sögnin um ættföður hinna fornu Danakonunga sé af slíkum rótum runnin. Einnig hefur verið talið, að sögnin um dauða Fróða Danakonungs geymi minjar um trúarleg hátíðahöld til að efla ár og frið. Eins og tekið var fram í kaflanum um Frey, er frásögn Snorra um dauða Freys næstum sam- hljóða frásögn Saxos um dauða Fróða. Yfirleitt hallast fræðimenn að því að telja sögnina upphaflega tengda við Fróða. En það skiptir ekki öllu máli, hvort sögnin er um árguðinn sjálfan eða guðlegan konung, sem talinn var staðgengill hans. Elzta heimild um þennan atburð er vísa, eignuð Hjarna skáldi, er Saxo tilfærir í latneskri þýðingu. Efni hennar er á þessa leið: „Danir báru Fróða konung, sem þeir óskuðu langra lífdaga, lengi dauðan um landið. Undir grassverðinum hvílir nú lík konungs hulið af hinni nöktu jörð undir berum himni.“3 Miklu nákvæmar rekur Saxo þessa sögu í óbundnu 1 Sjá Olrik: D. H. II, bls. 252—53; Nordisk Kultur XXVI, bls.112. 2 Sjá Motif-Index of Folklitterature, Copenhagen 1955—58, undir Foundling. 3 Saxo I, bls. 143.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.